fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Miðasölugluggi í febrúar fyrir EM næsta sumar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 17:30

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er leikur A landslið kvenna í úrslitakeppni EM 2022 á Englandi næsta sumar. Miðasala á keppnina fer öll fram í gegnum miðasöluvef UEFA og voru miðasölugluggar opnir í október og nóvember.

Um tvenns konar miðasöluglugga var að ræða. Annars vegar almennan glugga, þar sem hægt var að sækja um miða á alla leiki keppninnar (BALLOT), þ.e. á leiki Íslands jafnt sem aðra leiki. Hins vegar sérstakan glugga fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins – í sérstakt stuðningsmannasvæði Íslands á hverjum leikvangi, svokallaða DOTTIR miða.

Í fyrri DOTTIR glugganum seldist allt upplagið hratt upp á leikina tvo í Manchester, 600 miðar, sem leiddi til þess að Ísland fékk úthlutað 100 DOTTIR miðum til viðbótar á þá leiki og seldust þeir einnig fljótt upp. DOTTIR upplagið á leikinn í Rotherham, 1000 miðar, seldist hins vegar ekki upp og því færðust þeir DOTTIR miðar sem ekki seldust á þann leik í almenna sölu.

Næsti miðasölugluggi er skv. upplýsingum frá UEFA um miðjan febrúar (dagsetning óstaðfest) þar sem þeir miðar sem hafa ekki gengið út af ýmsum ástæðum verða seldir, og verður um „fyrstir koma, fyrstir fá“ fyrirkomulag að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“