fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Símtalið frá Hermanni varð til þess að Andri Rúnar ákvað að flytja til Eyja

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Rúnar Bjarnason var gestur í sjónvarpsþætti 433 á Hringbraut í gær þar sem hann ræddi um yfirvofandi heimkomu.

Andri Rúnar hefur samið við ÍBV en hann kemur til liðsins frá Esbjerg í Danmörku. Andri yfirgaf Ísland árið 2017 eftir að hafa jafnað markametið í efstu deild með Grindavík.

video
play-sharp-fill

„Það var bara eitt símtal við Hermann Hreiðarsson sem seldi mér það að fara til Vestmannaeyja,“ segir Andri en Hermann tók við þjálfun ÍBV í haust en liðið er aftur komið upp í efstu deild.

„Fyrst og fremst varð ég spenntur fyrir fótbolta aftur eftir að hafa talað við Hermann. Bara hvernig Hermann talaði um næsta sumar gerði mig spenntan fyrir að koma til Eyja. Sá metnaður sem ég heyrði hjá honum, að ÍBV væri ekki að fara að mæta til leiks í efstu deild bara til þess að vera með heldur til þess að ná góðum árangri,“ segir Andri í þættinum.

„Eyjamenn voru búnir að sýna áhuga á mér áður en Hermann talaði við mig og þetta var svo bara ákveðið í mínum huga eftir spjallið við hann. Eiður Aron og Guðjón Pétur hafa svo rætt við mig á Messenger síðustu vikurnar og sannfært mig enn frekar um að liðið ætli sér stóra hluti næsta sumar. Við höfum farið vel yfir málin og ég skynja alveg þann metnað sem er í Eyjum. Það á klárlega að gera hlutina almennilega í fótboltanum í Vestmannaeyjum á komandi leiktíð. Auk þekktra stærða eru svo ungir leikmenn í Eyjum sem ég held að muni koma skemmtilega á óvart.“

Dvöl Andra hjá Esbjerg hefur verið erfið á stórum köflum. „Þetta fór vel af stað hjá Esbjerg og það var sameiginlegur skilningur hjá mér og Ólafi Kristjánssyni, sem þjálfaði liðið á þeim tíma, að ég fengi tíma til þess að koma mér í gott líkamlegt form og spilform. Síðan fór ég aðeins fram úr mér í æfingum til þess að koma mér of hratt í gott form þannig að ég fékk í bakið. Í kjölfar þess fækkaði tækifærunum hjá Ólafi og ég var ekki alveg sammála þeim skýringum sem ég fékk frá honum um lítinn spiltíma. Ég var svo alveg frystur þegar nýir eigendur keyptu félagið í upphafi þessa árs. Sú ákvörðun var tekin af nýjum eigendum hjá Esbjerg síðasta sumar að spila ekki leikmönnum sem eru eldri en 24 ára þar sem þeir eru ekki nógu góð söluvara. Það er vissulega fúlt fyrir mig og aðra leikmenn sem eru í svipuðum sporum að lenda í þessu en það er ekkert við því að gera,“ segir andri.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Hide picture