fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Vanda ræðir mál Eiðs Smára: Buguð og svaf lítið – „Ég hefði bara farið að gráta“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 10:59

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ var til viðtals á Rás2 í morgun þar sem hún fór yfir málefni Knattspyrnusambandsins. Skýrslu um vinnubrögð KSÍ kom út í gær en sambandið óskaði sjálft eftir skýrslunni.

Vanda var einnig spurð í málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem lét af störfum sem aðstoðarþjálfari liðsins á dögunum. KSÍ og Eiður Smári voru á sama máli um að ljúka samstarfinu eftir mál sem höfðu komið upp.

„Ég ætla vera hreinskilinn, ég var buguð eftir þetta. Mér fannst þetta leiðinlegt og var sorgmædd í hjartanu að við hefðum þurft að komast að þessari sameiginlegu niðurstöðu. Ég hefði bara farið að gráta, ég var bara þar,“ segir Vanda í viðtalinu við Rás2

Vanda hefur hingað til ekki veitt viðtöl vegna málsins en Ómar Smárason starfsmaður sambandsins svaraði fyrir málið.

„Ég bað Ómar um að fara í viðtölin fyrir mig. Ég þurfti bara að ná mér. Ég gat nánast  ekkert sofið þessa nótt og leið ömurlega.“

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Um skýrsluna:

Vanda ræddi einnig um skýrsluna þar sem farið var yfir framgöngu KSÍ í þeim málum er varðar áskanir á hendur landsliðsmanna um ofbeldi.

„Mér finnst mjög mikilvægt að þessi skýrsla sé ekki notuð til að ráðast gegn þolendum, til að efast um orð þeirra, því nóg er á þolendur lagt,“ sagði Vanda

„Það sem við getum gert er að skoða skýrsluna og séð hvað í henni stendur varðandi það sem við þurfum að bæta. Við vitum ýmislegt um það sem við þurfum að bæta,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“