fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Villa aftur á sigurbraut – Varnarmaður hetjan

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa tók á móti Leicester í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikur var afar fjörugur. Harvey Barnes kom Leicester yfir á 14. mínútu með marki eftir góðan undirbúning Patson Daka.

Forystan lifði aðeins í um þrjár mínútur. Þá jafnaði Ezri Konsa fyrir heimamenn. Staðan í hálfleik var 1-1.

Varnarmaðurinn Konsa skoraði svo aftur fyrir Villa á 54. mínútu. Hann skoraði þá með skalla eftir fyrirgjöf John McGinn.

Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 2-1 fyrir Aston Villa.

Lærisveinar Steven Gerrard eru í tíunda sæti deildarinnar með 19 stig, eins og Leicester sem er þó sæti neðar á markatölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Í gær

Salah um rifrildið: ,,Ef ég tjái mig verður allt brjálað“

Salah um rifrildið: ,,Ef ég tjái mig verður allt brjálað“