Lionel Messi vann sinn sjöunda gullbolta á verðlaunahátíð Ballon d’Or á mánudaginn síðasta. Margir eru ósáttir með valið og vildu frekar sjá Lewandowski vinna til verðlaunanna.
Þar á meðal er liðsfélagi hans hjá Bayern, Thomas Muller, hann var vonsvikinn með úrslitin en segir að félagið muni svara fyrir þau.
„Ég er mjög vonsvikinn með úrslitin á Ballon d’Or. Þetta er eins og með Ribery árið 2013. En þetta hvetur okkur bara áfram í Meistaradeildinni þar sem við getum sýnt heiminum hvað býr í þýskum fótbolta. Við munum byrja á að sanna það gegn Barcelona,“ sagði Thomas Muller.
Barcelona, beware ☠️ pic.twitter.com/6DSq0krwjh
— ESPN FC (@ESPNFC) December 1, 2021