fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Gummi Ben hefur sterka skoðun á öllu sem Albert gerir – „Stundum er maður ekki í skapi til að heyra þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmudur Benediktsson er þekktasti íþróttafréttamaður landsins og allir hafa áhuga á því að vita hans skoðun þegar kemur að fótboltanum. Guðmundur öðlaðist heimsfrægð á sama tíma og íslenska landsliðið á EM 2016. Hann hefur í mörg ár haft sterkar skoðanir á því sem er í gangi í íslenska landsliðinu.

Í dag er sonur hans, Albert Guðmundsson einn af þeim mönnum sem treyst er á að komi landsliðinu aftur í fremstu röð. Albert er 24 ára gamall en með mikla reynslu. Albert leikur með AZ Alkmaar í Hollandi og hefur staðið sig vel síðustu vikur.

Albert er mættur til Rúmeníu í verkefni með landsliðinu og var hann spurður út í faðir sinn á fundinum. „Nei mér finnst það ekki óþægilegt,“ sagði Albert þegar hann ar spurður að því hvort honum þætti það erfitt að hlusta á faðir sinn tala um fótbolta í fjölmiðlum.

„Ég hlusta í fyrsta lagi ekki mikið á það. En ef það kemur þá finnst mér það ekki óþægilegt,“ sagði Albert um föður sinn.

Albert sagði svo frá því að Gummi væri oftar enn ekki mjög gagnrýninn á það sem Albert gerir utan vallar. Hann horfir á alla leiki og tekur upp tólið og segir Alberti hvað má betur fara og hvað var vel gert.

„Mér finnst það fínt. Hann sér hverja einustu mínútu af hverjum leik hjá mér og hefur sína skoðun á nánast öllu sem gerist á vellinum. Stundum er maður ekki í skapi til að heyra þetta, hann meinar þetta í góðu og vill láta mig læra af hlutunum. Þetta er ekkert persónulegt.“

Albert Guðmundsson / Getty

Man ekki eftir þessu augnabliki:

Faðir hans mætti á dögunum í hlaðvarpsþáttinn Steve dagskrá og hafði þar góða sögu að segja. „Ég var að æfa hjá KR og við bjuggum hinu megin við götuna. Albert kom ótrúlega oft með á æfingar. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt frá því einhvern tímann en eins og mörg börn þá átti hann PlayStation leikjatölvu,“ sagði Gummi Ben.

Mynd/Hringbraut
Gummi Ben

„Einn daginn er ég heima, ég er inni í eldhúsi og ég heyri í Alberti inni í herberginu sínu. Það er allt að verða vitlaust, hann er trylltur og ég rík niður og inn í herbergi og hugsa hvað sé að gerast hérna. Þá kemur í ljós að það er hálfleikur í FIFA og hann er Willum. Og hann er trylltur. Hann var búinn að vera á öllum æfingum í KR og hann var að láta alla heyra það. Það voru engin smá læti,“ sagði Guðmundur.

Albert var spurður út í þetta á fundinum í dag.

„Ég man ekki eftir þessu augnabliki, ég man að maður var að spila FIFA, Manager, PES og alla þessa leiki. Mig dreymdi alltaf að verða atvinnumaður en það var líka draumur að verða þjálfari. Maður var snargeðveikur stundum í þessum leikjum,“ sagði Albert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton