fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Hannes opnar sig upp á gátt: Hefði viljað hætta við aðrar kringumstæður – Fór að hágrenja inn í klefa

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 14:00

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu segist auðvitað hafa viljað hætta í landsliðinu við aðrar kringumstæður. Hann sé hins vegar sáttur við sinn landsliðsferil og að hans tími með landsliðinu hafi verið kominn.

Hannes var í viðtali í þættinum Einkalífið, sem birtist á vísi.is á dögunum. Þar greinir hann frá því að hann hafi ætlað sér að hætta eftir leik gegn Englandi í Þjóðadeildinni síðasta haust.

„Ég var næstum því búinn að taka ákvörðun um að hætta eftir að duttum út á móti Ungverjum í umspilinu á hræðilegan hátt. Svo spiluðum við tvo leiki í viðbót. Ég kom inn á móti Englendingum og spilaði þar minn 74. landsleik og jafnaði þar með landsleikjamet Birkis Kristinssonar, vinar míns. Ég hafði horft á það sem markmið lengi og gat alveg sætt mig við að það væri fínt enda þetta svona. Svo fór ég að grenja eftir viðtalið og hélt að þetta væri búið. Ég fór aðeins að gráta í þessu viðtali og fór svo að hágrenja inni í klefanum eftir leik. Ég réði ekki við mig,“ sagði Hannes í þættinum Einkalífið.

Hannes Þór Halldórsson

Hann hafi hins vegar ákveðið að taka slaginn með landsliðinu í undankeppni HM. Hann sá að það var möguleiki fyrir liðið að komast á sitt þriðja stórmót.

„Maður sá að þetta var riðill þar sem við áttum að taka 2. sætið í. Það voru allir enn með. Þjálfararnir heyrðu í mér og ég ætlaði ekki að sitja heima ef við myndum ná 2. sætinu og komast á HM. Ég ákvað að taka slaginn. Svo þróuðust málin eins og þau þróuðust, bæði innan vallar og utan.“

Hlutir utan vallar áttu eftir að breyta öllu. Ákveðnir landsliðsmenn voru sakaðir um kynferðisofbeldi og tveir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, sæta nú lögreglurannsókn. Kynslóðaskiptin í landsliðinu hafa átt sér stað hraðar en gert var ráð fyrir.

Hannes segist hafa viljað hætta með landsliðinu í öðrum kringumstæðum en framúrskarandi árangur íslenska karlalandsliðsins síðustu ár féllu í skuggann á alvarlegum ásökunum.

„Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Ég held að allir séu sammála um það. Þetta er mjög leiðinlegt staða sem er komin upp og vond. Ef maður hefði teiknað það upp hefði það verið allt annað. En þessi staða er komin upp og var komin upp þarna og ég gat engu breytt um það,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í þættinum Einkalífið.

Hannes lék sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd gegn Þýskalandi fyrr á þessu ári. Hann er af mörgum talinn einn besti markvörðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði