fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Pep Guardiola hefur áhyggjur af ástandinu hjá Man City

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 18:30

Pep Guardiola

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meiðslalistinn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City er orðinn ansi langur og neyðarástand ríkir hjá félaginu að sögn Pep Guardiola, knattspyrnustjóra liðsins.

City mætir Aston Villa annað kvöld og einungis 14-15 aðalliðsmenn eru leikfærir. Aymeric Laporte er í leikbanni. Ferran Torres, Phil Foden og Jack Grealish eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Kevin de Bruyne hefur ekki mætt til æfinga frá því að hann greindist með Covid-19.

Guardiola hefur áhyggjur af ástandinu, sér í lagi þar sem City þarf að leika níu úrvalsdeildarleiki á næstu sex vikum.

Það er neyðarástand í leikmannahópnum vegna þess að við höfum mjög, mjög, mjög fáa menn,“ sagði Pep. „Við kvörtum aldrei yfir leikmannaskorti vegna meiðsla eða rauðra spjalda vegna þess að ég hef trú á hópnum og aðrir leikmenn geta komið inn í staðinn.“

En við erum í miklum vandræðum í desember – erfiðasta mánuð ársins. Við erum bara með 14 eða 15 leikmenn. Og margir þeirra hafa spilað margar mínútur.“

Líklegt þykir að unglingarnir Cole Palmer og James Mcatee verði í hópnum gegn Aston Villa en ljóst er að Guardiola þarf að bíða lengur eftir Foden, Torres, De Bruyne, Laporte og Jack Grealish.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona