fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
433Sport

Finnst fáránlegt að Carragher sé að tala um titla – „Honum tókst aldrei að vinna“

Helga Katrín Jónsdóttir
Mánudaginn 29. nóvember 2021 21:45

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand skaut ansi harkalega á Jamie Carragher í dag þegar hann sagðist ekki nenna að hlusta á þegar hann talar um að vinna deildina. Eins og þekkt er vann Carragher aldrei ensku úrvalsdeildina með Liverpool en Ferdinand vann titilinn sex sinnum með Manchester United.

Carragher sagði eftir leik Manchester United og Chelsea að Ronaldo hefði verið keyptur til að vinna titla. Ferdinand hefur engan áhuga á því að hlusta á Carragher tala um titla.

„Carragher ætti ekki að tala um það að vinna titla því honum tókst það aldrei.“

„Hann hefur ekki hugmynd um hvað það þýðir eða hvernig á að gera það. Hann ætti bara að tjá sig um bikarkeppnirnar en þegar hann talar um deildina þá slekk ég á hljóðinu.“

Carragher svaraði þó fyrir sig á Twitter:

„Ég var ekki að tala um titla heldur um skipti Ronaldo til United. Ég hef aldrei unnið ensku úrvalsdeildina en þrátt fyrir það hefur Sky gaman að skoðunum mínum. Þú vannst aldrei titil fyrir annan en Alex Ferguson og þegar þú hættir að vinna deildina reyndir þú að skipta yfir til Chelsea,“ sagði Carragher á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Valdimar Ingimundarson seldur til Sogndal

Valdimar Ingimundarson seldur til Sogndal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ráða fyrrum hermenn til starfa til að vernda heimili sín

Ráða fyrrum hermenn til starfa til að vernda heimili sín
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru stjörnurnar að dunda sér við í fríinu í Dubai

Þetta eru stjörnurnar að dunda sér við í fríinu í Dubai
433Sport
Í gær

Tveir handteknir

Tveir handteknir
433Sport
Í gær

Var fljótur að bregðast við þegar reynt var að stela af barninu

Var fljótur að bregðast við þegar reynt var að stela af barninu