fbpx
Þriðjudagur 17.maí 2022
433Sport

Stjörnur sem réðu ekki við frægðina og peningana: Gat ekki séð um fjölskyldu sína eftir að hafa þénað milljarða – Íslandsvinur á listanum

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnumenn í knattspyrnu ráða ekki alltaf við frægðina og peningana sem fylgja starfinu, sérstaklega á hæsta stigi fótboltans þar sem fjármunir eru miklir.

The Sun tók saman lista yfir leikmenn sem hafa farið illa með peninga og endað í fjárhagsvandræðum.

Royston Drenthe

Þessi fyrrum leikmaður Everton og hollenska landsliðsins var úrskurðaður gjaldþrota á síðasta ári. Hann leikur þessa stundina með Racing Murcia á Spáni.

Drenthe er þó bjartsýnn á að fjárhagsmálin leysist. Hann segist sjálfur ekki alveg skilja hvað er í gangi. Hann hefur tapað 3,2 milljónum punda af launum sínum sem hann hefur þénað sem atvinnumaður í knattspyrnu.

Paul Gascoigne

Gascoigne rétt komst hjá gjaldþroti árið 2016. Þá skuldaði hann 42 þúsund pund í skatt. Skuldir hans eru nú komnar upp í 200 þúsund pund.

Gascoigne hefur glímt við þunglyndi og áfengis -og fíkniefnavanda í gegnum tíðina.

Paul Gascoigne. Getty Images

Paul Merson

Arsenal goðsögnin eyddi 7 milljónum punda í veðmál, áfengi og eiturlyf.

Honum hefur tekist að púsla lífi sínu saman og vinnur í dag hjá Sky Sports.

Asamoah Gyan

Þessi fyrrum leikmaður Sunderland keyrði eitt sinn um á Rolls-Royce. Árið 2018 átti hann aðeins 600 pund inni á bankareikningi sínum og gat ekki séð fyrir fjölskyldu sinni.

Ótrúlegt en satt þá virðist Gyan hafa tapað öllum peningnum sem hann græddi á tíma sínum hjá Shanghai SIPG, þar sem hann fékk 227 þúsund pund á viku.

Gyan leikur í dag með Legon Cities í heimalandi sínu, Gana.

Ronaldinho

Skuldaði 1,75 milljónir punda árið 2018 en átti ekkert. Hann var sektaður fyrir að byggja á friðuðum stað í Brasilíu.

Vegabréf Ronaldinho var þá tekið af honum. Þá sat hann inni í fangelsi í Paragvæ fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum til að reyna að komast inn í landið.

David James

Íslandsvinurinn David James þénaði um 20 milljónir punda á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2014.

James spilaði fyrir Liverpool og Manchester City, ásamt því að sitja fyrir í auglýsingum Armani. Skilnaður James árið 2005 var honum ansi dýr.

James lék með ÍBV í efstu deild karla á Íslandi undir lok ferilsins.

Brad Friedel

Metnaðarfull tilraun hans til að byggja upp knattspyrnuakademíu í Bandaríkjunum fór ansi illa. Þessi fyrrum markvörður Tottenham og Aston Villa skuldaði 5 milljónir punda.

Lee Hendrie

Þunglyndi og veðmálafíkn urðu orsakir þess að Hendrie fór á hausinn. Hann græddi um 30 þúsund pund á viku hjá Aston Villa. Hann var þó úrskurðaður gjaldþrota árið 2012.

Hendrie hefur gefið það út að hann hafi reynt að taka eigið líf fimm eða sex sinnum eftir að hafa orðið gjaldþrota. Nú talar hann um opinbera heilsu við ungmenni og reynir að leiðbeina þeim.

Hendrie hefur einnig starfað sem sparkspekingur og lýsandi hjá Sky Sports undanfarin ár.

Diego Maradona

Einn besti knattspyrnumaður allra tíma var úrskurðaður gjaldþrota árið 2009.

Maradona skuldaði 42 milljónir punda í skatt frá tíma sínum hjá Napoli á Ítalíu á níunda áratugnum.

Maradona/ GettyImages

John Arne Riise

Norðmaðurinn varð gjaldþrota aðeins tveimur árum eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Liverpool árið 2005.

Þá var Riise aðeins 26 ára gamall og þénaði um 50 þúsund pund á viku hjá Liverpool.

Eric Djemba-Djemba

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United var úrskurðaður gjaldþrota fjórum árum eftir að hafa yfirgefið félagið.

Hann fór til Aston Villa og síðar til St. Mirren í Skotlandi. Hann fór svo og lék í Indlandi til að reyna að laga fjárhaginn aftur.

Keith Gillespie

Veðmálafíkn varð til þess að Gillespie frussaði frá sér meira en 7,2 milljónum punda.

Leikmaðurinn hjálpaði Newcastle að komast í Meistaradeildina og lék 80 leiki fyrir landslið Norður-Írlands. Hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010, 35 ára gamall.

Celestine Babayaro

Spilaði með Chelsea og Newcastle. Hann þénaði vel þar. Babayaro var úrskurðaður gjaldþrota árið 2011.

Babayaro was the popular left-back at Chelsea and Newcastle.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Blikum að róa sig og skýtur á titlaleysi félagsins eftir að hafa verið rekinn af velli í gær

Segir Blikum að róa sig og skýtur á titlaleysi félagsins eftir að hafa verið rekinn af velli í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deild karla: Blikar burstuðu Íslandsmeistarana í Víkinni

Besta deild karla: Blikar burstuðu Íslandsmeistarana í Víkinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enski boltinn: Meistaradeildardraumar Arsenal í hættu eftir tap gegn Newcastle

Enski boltinn: Meistaradeildardraumar Arsenal í hættu eftir tap gegn Newcastle
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samkynhneigður leikmaður á Englandi kemur út úr skápnum

Samkynhneigður leikmaður á Englandi kemur út úr skápnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Emil Pálsson fór aftur í hjartastopp en nú á æfingu með FH

Emil Pálsson fór aftur í hjartastopp en nú á æfingu með FH
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svíþjóð: Íslendingaliðin áfram á toppnum

Svíþjóð: Íslendingaliðin áfram á toppnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrt að allt sé klappað og klárt – Mbappe fer til Spánar

Fullyrt að allt sé klappað og klárt – Mbappe fer til Spánar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opnaði sig um vanda­mál hjóna­bandsins og tíu klukku­stunda bender Roon­eys – Furðar sig á hegðun Var­dy

Opnaði sig um vanda­mál hjóna­bandsins og tíu klukku­stunda bender Roon­eys – Furðar sig á hegðun Var­dy
433Sport
Í gær

Eiginkonan lét Wayne Rooney ekki að vita af því hvað hún væri að gera

Eiginkonan lét Wayne Rooney ekki að vita af því hvað hún væri að gera
433Sport
Í gær

Hausverkur Arteta fyrir kvöldið – Arsenal hefur ekki efni á að misstíga sig

Hausverkur Arteta fyrir kvöldið – Arsenal hefur ekki efni á að misstíga sig