fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
433Sport

Man Utd vonast til að Rangnick hjálpi þeim að landa einum heitasta bita heims

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 12:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vonast til þess að koma Ralf Rangnick til félagsins gæti hjálpað félaginu við það að næla í Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Mirror segir frá.

Rangnick er að taka við sem bráðabirgðastjóri Man Utd út þetta tímabil. Hann mun svo í kjölfarið fara í ráðgjafahlutverk fjá félaginu.

Þjóðverjinn vann með Haaland er hann var hjá RB Salzburg í Austurríki. Hann fékk framherjann til félagsins þegar hann var 19 ára gamall. Man Utd vonast til að tengslin og áhrifin sem Rangnick mun koma með muni hjálpa til við að sannfæra Haaland um að koma á Old Trafford.

Erling Braut Haaland. Mynd/Getty

Norski framherjinn er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. Vegna klásúlu í samningi hans getur hann farið frá Dortmund fyrir tæplega 70 milljónir punda næsta sumar. Stærstu félög Evrópu munu því berjast um þjónustu leikmannsins.

Man Utd mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni klukkan 16:30 í dag. Verður þetta líklega síðasti leikur Michael Carrick sem bráðabirgðastjóri þar sem Rangnick er að taka við.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm
433Sport
Í gær

Dreymir um að komast til Real Madrid

Dreymir um að komast til Real Madrid
433Sport
Í gær

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski