fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
433Sport

Klopp segir það vond tíðindi fyrir önnur lið að Rangnick taki við United

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir það vond tíðindi fyrir önnur lið að Ralf Rangnick sé að taka við þjálfun Manchester United.

Rangnick er að taka við United fram á sumar en þá verður hann færður á skrifstofu félagsins og mun koma að leikmannamálum.

„Frábær þjálfari er að koma til Englands,“ sagði Klopp um Rangnick sem er hans lærifaðir.

„Ralf er ótrúlega reyndur maður, hann bjó til tvö félög sem hafa orðið að stórliðum í Þýskalandi. Bæði Hoffenheim og Leipzig.“

„Hann hefur farið í mörg mismunandi störf en hans helsti styrkleiki er að þjálfa. United verður vel skipulagt lið og þetta eru ekki góð tíðindi fyrir önnur lið.“

Klopp segir samt að Rangnick muni fljótt átta sig á því að lítið er hægt að æfa á Englandi.

„Allir þjálfarar í heiminum þurfa tíma til að æfa og Ralf mun fljótt komast að því að hér er enginn tími til að æfa. Það er bara spilað alla daga sem gerir þetta erfiðara fyrir hann.“

„Hann er samt magnaður þjálfari.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Starfsmaður City segir félagið á barmi þess að kaupa Haaland

Starfsmaður City segir félagið á barmi þess að kaupa Haaland
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Juventus klárar alla sína aura til að fá Vlahović

Juventus klárar alla sína aura til að fá Vlahović
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lionel Messi sást óvænt í Barcelona í gær

Lionel Messi sást óvænt í Barcelona í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjórir vilja burt frá United nú í janúar

Fjórir vilja burt frá United nú í janúar
433Sport
Í gær

Ranieri rekinn frá Watford

Ranieri rekinn frá Watford
433Sport
Í gær

Ungur Íslendingur undir smásjá norska stórliðsins

Ungur Íslendingur undir smásjá norska stórliðsins