fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
433Sport

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. nóvember 2021 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður hjá Sýn segir að Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ hafi nánast fallið á sínu fyrsta prófi í starfi. Vanda hefur ákveðið að fara í felur nú þegar sambandið ákvað að binda enda á samstarf sitt við Eið Smára Guðjohnsen.

Henry Birgir er einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins og hefur því ýmsa fjöruna sopið þegar kemur að erfiðum málum.

„Vanda hefur ekki veitt viðtal, í þessari yfirlýsingu kemur fram að hún geti ekki tjáð sig um persónuleg mál Eiðs Smára. Gott og blessað, það er fullt af öðrum spurningum í þessu máli sem þarf að spyrja hana að. Það er frekar lélegt að ætla að fara í felur. Þetta er fyrsta stóra málið sem kemur upp hjá henni, tækifæri fyrir hana að stíga fram fyrir skjöldu og sýna leiðtogahæfni og hvað í henni býr. Ég verð að viðurkenna að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum að hún skuli ekki fronta þetta mál og taka á því,“ sagði Henry á Bylgjunni síðdegis í gær.

Málefni Eiðs Smára komust í fréttirnar seint á þriðjudagskvöld en málið tengist verkefni landsliðsins í Norður-Makedóníu og hvað gerist eftir leik.

„Málið er sorgarsaga, í raun og veru byrjar þetta síðasta sumar þegar Eiður Smári er sendur í tímabundið leyfi og fær áminningu. Og var gert að taka á sínum málum, hann vildi aldrei segja hvað hann hefði gert í sínum málum. Nú kemur fram að málið hafi átt sér langan aðdraganda. Það var áfengi haft um hönd eftir verkefnið í Norður-Makedóníu, þar virðist hafa orðið atvikið að stjórn KSÍ hafi sagt hingað og ekki lengra. Sorglegt mál,“ segir Henry.

Henry segir að í fyrri tíð hafi oft verið mikið fyllerí í kringum landsliðið en nú þurfa mögulega að fara aftur í harðar reglur sem Lars Lagerback var með.

„Ég hef verið í þessu talsvert lengi, það var mikið fyllerí í kringum liðið. Ekki hjá liðinu en hjá liðinu í kringum þetta, það var eitt sem Lars Lagerback breytti. Það var algjört áfengisbann þegar menn voru í gallanum. Það er fullt af liði þarna í erfiðri vinnu og þarna var verið að klára verkefni, á flestum starfstöðvum þætti það eðlilegt eftir mikla törn að fólk myndi fá sér rauðvínstár eða 2-3 bjóra. Svo færi það að leggja sig. Það virðist ekki ganga þegar Knattspyrnusambandið er annars vegar, þetta er annar þjálfarinn sem þarf að víkja þegar áfengi er haft um hönd. Það virðist borðleggjandi að fara í reglurnar frá Lagerback og bara sleppa þessu. Þetta virðist ekki hafa neitt nema hörmulegar afleiðingar í för með sér.“

Henry telur að KSÍ þurfi að taka upp bann á áfengi í ferðum sínum. „Það virðist ekki vandamál hjá heildinni en það virðist gera það að verkum að eitthvað stjórnleysi verður. Ég held að KSÍ ætti nú bara að taka ákvörðun að setja á bann, því miður virðist þetta ekki ganga. Þetta snýst um aga og kúltúr.“

Henry segir það óboðlegt að enginn sem stjórni hjá KSÍ ætli að svara til í málinu. „Þetta er sent út í skjóli nætur að Eiður sé að hætta, svo daginn eftir svarar enginn. Ekki formaður, ekki framkvæmdarstjóri, ekki fjölmiðlafulltrúi. Það er ekki boðlegt, þetta er ekki einkafyrirtæki.“

Arnar Þór Viðarsson þarf nú að finna sér nýjan aðstoðarmann „Það fennir yfir þetta allt að lokum, vonandi ber Arnari gæfa til að finna góðan mann með sér. Við erum á botninum, leiðin liggur upp,“ segir Henry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Juventus klárar alla sína aura til að fá Vlahović

Juventus klárar alla sína aura til að fá Vlahović
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vanda og stjórnin hvetja til þess að hugað verði að kynjaskiptingu á ársþingi

Vanda og stjórnin hvetja til þess að hugað verði að kynjaskiptingu á ársþingi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjórir vilja burt frá United nú í janúar

Fjórir vilja burt frá United nú í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta sást í Bandaríkjunum á fundi með eiganda Arsenal

Arteta sást í Bandaríkjunum á fundi með eiganda Arsenal
433Sport
Í gær

Daði gengur til liðs við Kórdrengi

Daði gengur til liðs við Kórdrengi
433Sport
Í gær

Afríkukeppnin: Kamerún áfram þrátt fyrir hetjulega frammistöðu Kómoreyinga

Afríkukeppnin: Kamerún áfram þrátt fyrir hetjulega frammistöðu Kómoreyinga
433Sport
Í gær

Ungur Íslendingur undir smásjá norska stórliðsins

Ungur Íslendingur undir smásjá norska stórliðsins
433Sport
Í gær

Launapakkinn hræðir PSG og Juventus

Launapakkinn hræðir PSG og Juventus