fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Stuðningsmenn Chelsea óttast það versta

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 18:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ben Chilwell, vinstri bakvörður Chelsea, meiddist illa í leik gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær.

Chelsea vann leikinn 4-0. Það var í stöðunni 3-0 sem Chilwell lá eftir eftir viðskipti við Adrien Rabiot, miðjumann Juventus.

Samkvæmt Telegraph er ljóst að Chilweel spilar ekki meira á þessu ári. Chelsea býður hins vegar fregna af því hvort að um meiðsli á krossböndum sé að ræða. Þá gæti hann verið frá töluvert lengur, að öllum líkindum allt tímabilið.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, ræddi meiðslin eftir leik í gær.

,,Ég hef áhyggjur því hann hafði verið að gera svo vel, eins og Reece (James) hinum megin á vellinum,“ sagði Tuchel. James og Chilwell hafa átt frábæra leiktíð.

,,Þeir voru í eins góðu formi og mögulegt er, sterkir, fullir sjálfstrausts og með svo mikil gæði.“

,,Við vonum það besta, vonandi sleppur þetta, krossum fingur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla