fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Það er dýrt að reka knattspyrnustjóra – Því hefur Manchester United komist að

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins átta ár eru liðin frá því að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United og ákvað að enda sinn feril. Fyrir suma virðist heil eilífð hafa liðið síðan þá en Manchester United hefur gengið erfiðlega að finna taktinn frá því að Skotinn ákvað að kalla þetta gott.

Frá þeim tíma hafa fjórir knattspyrnustjórar reynt fyrir sér hjá félaginu, ef frátaldir eru bráðabirgðastjórarnir Ryan Giggs og Michael Carrick, með misjöfnum árangri en félaginu hefur ekki tekist að vinna ensku úrvalsdeildina á þessum tíma. Uppskeran eru tveir samfélagsskildir, einn bikarmeistaratitill, einn deildarmeistaratitill og þá vann liðið Evrópudeildina undir stjórn José Mourinho.

Tíðar knattspyrnustjórabreytingar hafa átt sér stað hjá félaginu og nú síðast var Ole Gunnar Solskjær sagt upp störfum. Samkvæmt heimildum breska miðilsins The Mirror, hefur Manchester United þurft að greiða rúmar 38 milljónir punda til þeirra knattspyrnustjóra sem hefur verið sagt upp störfum frá því að Sir Alex Ferguson hætti.

Það jafngildir rúmum 6.7 milljörðum íslenskra króna.

Nú hefst leit Manchester United að nýjum knattspyrnustjóra. Samkvæmt yfirlýsingu félagsins verður áhersla lögð á að ráða inn bráðabirgðastjóra út yfirstandandi tímabil. Þá mun framtíðarknattspyrnustjóri taka við stjórnartaumunum fyrir næsta tímabil. Michael Carrick, fyrrum leikmaður liðsins og aðstoðarmaður Ole Gunnars Solskjærs, mun stýra Manchester United í kvöld er liðið mætir Villarreal í Meistaradeild Evrópu.

Hlutirnir gætu hins vegar þróast á annan veg en Manchester United hefur gefið út. Samkvæmt nýjustu fregnum hefur Mauricio Pochettino, knattpspyrnustjóri franska liðsins Paris Saint-Germain, áhuga á að taka við liðinu og þá gæti áhugi knattspyrnustjórans Zinedine Zidane á starfinu hjá Paris Saint-Germain, greitt fyrir götu Pochettino til Manchester United fyrr en áætlað var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“