fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Pochettino tjáði sig um Man Utd – Hvað má lesa úr orðum hans?

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, tjáði sig fyrr i dag um þá orðróma að hann sé að taka við Manchester United.

Eins og flestir vita var Ole Gunnar Solskjær rekinn frá Man Utd um helgina. Félagið leitar því að arftaka hans. Fréttir hafa verið á þann veg að Pochettino sé meira en til í að yfirgefa PSG til að taka strax við Man Utd.

,,Það eru sögur, það er ekki á minni ábyrgð. Ég hef það gott í París,“ sagði Pochettino.

,,Ég er mjög einbeittur á fótboltann. Ég skil hvað er í gangi. Það eru orðrómar en við þurfum að lifa með því.“

,,Samningur minn hér rennur út árið 2023. Það er eitt tímabil í viðbót. Ég er mjög glaður hjá PSG. Það er staðreyndin.“

,,Við erum ekki hér til að tala um þetta. Ég virði PSG. Hvað annað félag gerir kemur mér ekki við. Ég mun ekki tjá mig um þetta. Ég elska PSG og stuðningsmennina.“

Talað hefur verið um að Man Utd vilji ráða bráðabirgðastjóra þar til í loka tímabils og ráða svo framtíðarmann í sumar. Sem fyrr segir er Pochettino þó sagður til í að taka við strax.

Ummæli hans í dag gefa lítið upp um það hvort hann ætli sér til Man Utd eða ekki. Þó er ljóst að hann útilokaði það ekki.

Manchester United leikur við Villarreal í Meistaradeildinni þessa stundina. Staðan er markalaus þegar rúmar 20 mínútur eru eftir. Pochettino og hans menn í PSG mæta Manchester City í sömu keppni annað kvöld.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu