fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Fær nú 886 milljónir í árslaun

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 14:32

Gareth Southgate / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate þjálfari Englands hefur skrifað undir nýjan samning við enska knattspyrnusambandið. Verður hann þjálfari liðsins fram yfir Evrópumótið 2024.

Southgate fær væna launahækkun en ensk blöð segja frá því að hann muni nú þéna 886 milljónir íslenskra króna í árslaun.

Áður var Southgate með um 500 milljónir í árslaun og því hafa laun hans hækkað verulega.

Southgate fór með enska liðið í úrslit Evrópumótsins í sumar en liðið tapaði þar gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni.

Southgate er 51 árs gamall en hann fær væna summu í bónusa ef góður árangur næst innan vallar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“