fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

„Seinni hálfleikurinn var stórkostlegur“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 20. nóvember 2021 20:15

Trent Alexander-Arnold

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool vann öruggan 4-0 sigur á Arsenal í kvöld. Mane, Salah, Jota og Minamino skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Trent-Alexander Arnold var með tvær stoðsendingar í leiknum en hann hafði þetta að segja eftir leik.

„Þetta var nákvæmlega það sem við þurftum. Lið sem er með jafnmikið af hæfileikaríkum leikmönnum og við á einfaldlega ekki að tapa leikjum,“ sagði Trent Alexander-Arnold við Sky Sports.

„Seinni hálfleikurinn var stórkostlegur. Við pressuðum mjög vel fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni og þeir réðu ekkert við okkur.“

Eins og áður sagði var Trent með tvær stoðsendingar í leiknum. Hann hefur verið ansi duglegur að því undanfarið en hann var meðal annars með þrjár stoðsendingar hjá enska landsliðinu í vikunni.

„Það er gott að geta gefið liðinu eitthvað. Minn leikur snýst um að skora og búa til mörk. Ég þarf að halda því áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir leikmenn kveðja Skagamenn

Tveir leikmenn kveðja Skagamenn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert lið á verra skriði en Liverpool – Slot með líklegustu mönnum til að fá stígvélið

Ekkert lið á verra skriði en Liverpool – Slot með líklegustu mönnum til að fá stígvélið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Horfa til Haaland sem útilokar ekki að skipta yfir

Horfa til Haaland sem útilokar ekki að skipta yfir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“
433Sport
Í gær

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári