fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Enski boltinn: Sigur hjá Gerrard í fyrsta leik – Verður Solskjaer rekinn eftir vont tap United?

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 20. nóvember 2021 17:01

Ole Gunnar Solskjaer / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni rétt í þessu.

Manchester United tapaði illa á útivelli gegn Watford. Leikmenn Manchester United voru afar ósannfærandi í leiknum á meðan Watford leit nokkuð vel út. Watford fékk vítaspyrnu strax á 8. mínútu sem Ismaila Sarr skoraði úr en hann var látinn endurtaka spyrnuna og þá varði de Gea. Joshua King braut ísinn á 28. mínútu og Ismaila Sarr tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Solskjaer gerði skiptingu í hálfleik þar sem Donny van de Beek kom inn fyrir Scott McTominay. Van de Beek var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en hann minnkaði muninn á 50. mínútu. Harry Maguire fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 69. mínútu eftir að hann missti boltann illa. Joao Pedro skoraði þriðja mark Watford í uppbótartíma og Emmanuel Dennis það fjórða stuttu síðar og afar vont tap Manchester United staðreynd.

Steven Gerrard stýrði Aston Villa í fyrsta skipti í dag er liðið sigraði Brighton 2-0. Lengi leit út fyrir að leikurinn myndi enda með 0-0 jafntefli en Ollie Watkins og Tyrone Mings skoruðu fyrir Aston Villa undir lok leiks. West Ham hefur byrjað tímabilið frábærlega en liðið tapaði í dag með einu marki gegn nokkuð sprækum leikmönnum Wolves. Þá sigraði Norwich Southampton 2-1 í fyrsta leik undir stjórn Dean Smith.

Burnley gerði 3-3 jafntefli við Crystal Palace í skemmtilegum leik. Jói Berg var í byrjunarliði Burnley í dag þar sem hann spilaði sinn 150. leik fyrir félagið. Ben Mee, Chris Wood og Maxwel Cornet skoruðu mörk Burnley í dag. Þá gerðu Newcastle og Brentford einnig 3-3 jafntefli.

Aston Villa 2 – 0 Brighton
1-0 Ollie Watkins (´89)
2-0 Tyrone Mings (´84)

Burnley 3 – 3 Crystal Palace
0-1 Christian Benteke (´8)
1-1 Ben Mee (´19)
2-1 Chris Wood (´27)
2-2 Christian Benteke (´36)
2-3 Marc Guehi (´42)
3-3 Maxwel Cornet (´49)

Newcastle 3 – 3 Brentford
1-0 Jamaal Lascelles (´10)
1-1 Ivan Toney (´11)
1-2 Rico Henry (´31)
2-2 Joelinton (2-2)
2-3 Frank Onyeka (´61)
3-3 Allan Saint-Maximin (´75)

Norwich 2 – 1 Southampton
0-1 Che Adams (´4)
1-1 Teemu Pukki (´7)
2-1 Grant Hanley (´79)

Watford 4 – 1 Manchester United
1-0 Joshua King (´28)
2-0 Ismaila Sarr (´44)
2-1 Donny van de Beek (´50)
3-1 Joao Pedro (90+2)
4-1 Emmanuel Dennsi (90+6)

Wolves 1 – 0 West Ham
1-0 Raul Jiménez (´58)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði