fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Ronaldo kom Man Utd til bjargar – Sjáðu öll úrslit kvöldsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 22:03

Cristiano Ronaldo er magnaður. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum er nýlokið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikið var í riðlum E-H.

E-riðill

Bayern Munchen 5-2 Benfica

Bayern Munchen vann Benfica á heimavelli í miklum markaleik.

Robert Lewandowski kom þeim yfir á 26. mínútu. Serge Gnabry tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Áður en fyrri hálfleik lauk tókst Morato svo að minnka muninn fyrir Benfica. Lewandowski fékk tækifæri til að skora þriðja mark Bayern skömmu fyrir leikhlé en klúðraði þá af vítapunktinum.

Heimamenn gerðu út um leikinn á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks með mörkum frá Leroy Sane og Lewandowski. Darwin Nunez lagaði stöðuna fyrir Benfica á 74. mínútu. Lewandowski fullkomnaði svo þrennu sína þegar hann innsiglaði 5-2 sigur Bayern tíu mínútum síðar.

Dynamo Kyiv 0-1 Barcelona

Barcelona tók öll stigin með sér frá Úkraínu eftir sigur a Dynamo Kyiv.

Ansu Fati gerði eina mark leiksins á 70. mínútu.

1. Bayern – 12 stig

2. Barcelona – 6 stig

3. Benfica – 4 stig

4. Dynamo – 1 stig

F-riðill

Atalanta 2-2 Man Utd

Cristiano Ronaldo kom Manchester United til bjargar er liðið gerði jafntefli við Atalanta á Ítalíu.

Man Utd átti fremur slakan fyrri hálfleik en fékk þó fyrsta færi leiksins þegar skot Scott McTominay fór af leikmanni Atalanta og í stöngina.

Það voru hins vegar heimamenn sem komust yfir með marki frá Josip Ilisic á 12. mínútu. David De Gea átti að gera betur í markinu.

Gestirnir sóttu aðeins í sig veðrið á lokamínútum fyrri hálfleiks. Endaði það með því að Ronaldo jafnaði leikinn eftir frábæran samleik með Bruno Fernandes. Sá síðarnefndi gaf stoðsendingu með hælnum.

Duvan Zapata kom Atalanta aftur yfir á 56. mínútu. Þá slapp hann í gegn þegar varnarmenn Man Utd gleymdu sér og afgreiddi boltann listilega í markið.

Það stefndi í sigur heimamanna þegar Ronaldo steig upp og tryggði Man Utd 2-2 jafntefli með frábæru marki.

Villarreal 2-0 Young Boys

Etienne Capoue kom Villarreal yfir á 36. mínútu gegn Young Boys. Arnaut Danjuma innsiglaði svo 2-0 sigur þeirra á lok leiks.

1. Man Utd – 7 stig

2. Villarreal – 7 stig

3. Atalanta – 5 stig

4. Young Boys – 3 stig

G-riðill

Sevilla 1-2 Lille

Lucas Ocampos kom Sevilla yfir gegn Lille á 15. mínútu. Jonathan David jafnaði metin með marki af vítapunktinum á 43. mínútu.

Jonathan Ikone gerði svo sigurmark gestanna frá Frakklandi snemma í seinni hálfleik.

1. Salzburg – 7 stig

2. Lille – 5 stig

3. Wolfsburg – 5

4. Sevilla – 3 stig

H-riðill

Juventus 4-2 Zenit

Juventus vann Zenit í markaleik. Paulo Dybala kom þeim yfir á 11. mínútu. Leonardo Bunucci skoraði svo sjálfsmark á 26. mínútu og staðan orðin jöfn.

Á 58. mínútu kom Dybala Juve aftur yfir. Federico Chiesa gerði svo þriðja mark þeirra á 73. mínútu. Alvaro Morata gerði endanlega út um leikinn á 82. mínútu.

Sardar Azmoun minnkaði muninn fyrir Zenit í lok leiks. Lokatölur 2-2.

1. Juventus – 12 stig

2. Chelsea – 9 stig

3. Zenit – 3 stig

4. Malmö  -0 stig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
433Sport
Í gær

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum
433Sport
Í gær

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Í gær

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“