fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

West Ham vill Lingard aftur en menn óttast að Man Utd segi nei – Ástæðan vekur athygli

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 19:27

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í dag að flosnað hefði upp úr samningsviðræðum Jesse Lingard og félags hans, Manchester United. West Ham vill fá leikmanninn. Telegraph greinir frá.

Hinn 28 ára gamli Lingard fór á kostum á láni hjá West Ham síðari hluta síðasta tímabils. Hann fór svo aftur til Man Utd í sumar. Tækifærin á þessari leiktíð hafa hins vegar verið af skornum skammti.

Nú er ljóst að leikmaðurinn er á förum frá Man Utd, í hið minnsta næsta sumar.

West Ham vill fá leikmanninn í janúar en þar á bæ eru menn hræddir um að Man Utd muni ekki samþykkja tilboð frá West Ham í ljósi þess að liðin eru í samkeppni um efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni.

West Ham hefur farið frábærlega af stað í deildinni á þessari leiktíð. Liðið er í þriðja sæti með 23 stig eftir ellefu leiki.

Man Utd er í sjötta sæti með 17 stig. Það gæti því farið svo að Man Utd haldi Lingard hjá sér fram á sumar til þess að styrkja ekki samkeppnisaðila í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þungt högg fyrir Guardiola

Þungt högg fyrir Guardiola
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti
433Sport
Í gær

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona