fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Love Island-stjarna öskuill vegna ,,falsfyrirsagna“ – ,,Mun aldrei verða hin konan“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Love Island-stjarnan Amber Gill harðneitar sögusögnum um að hún hafi verið að hitta Jack Grealish, leikmann Manchester City. Hún sagði frá þessu á Instagram.

Grealish er í fréttum fyrir eitthvað allt annað en afrek sín innan vallar um þessar mundir. Grealish gekk í raðir Manchester City í sumar fyrir 100 milljónir punda. Er hann dýrasti leikmaður í sögu enska fótboltans.

Á síðustu vikum hefur Grealish verið í fréttum fyrir samband sitt við Emily Atack sem er sjónvarpskona í Bretlandi. Grealish og Atack hafa verið að hittast í nokkrar vikur.

Í gær kom það svo fram í enskum götublöðum að á sama tíma hafi hann átt í sambandi við Gill. Hún neitar. Hún segir að fyrirsagnir hafi verið búnar til um sig sem ýjuðu að því að hún hefði sagst vera ,,hin konan.“

,,Ég hef fengið ljót skilaboð og morðhótanir,“ skrifaði Gill. Hún hélt áfram; ,,Ég ákvað að hundsa fyrirsagnirnar en þegar leið á daginn varð ég reiðari og leiðari. Ég ætla ekki að hundsa þetta lengur.“

,,Þessar tvær falsfyrirsagnir um mig hafa orðið til þess að ókunnugir aðilar senda mér ógeðslega ljót skilaboð og hóta mér lífláti, allt af því þeir trúa einhverju bulli sem var skrifað um mig í gær.“

,,Ég hef aldrei og mun aldrei verða hin konan (í lífi Grealish). Ég myndi heldur aldrei segja ,,hin konan“, eins og við séum bikarar fyrir karlmenn.“

Allt þetta hefur komið í fréttirnar á sama tíma og Grealish er í sambandi við Sasha Attwood, sem hefur verið kærasta hans í tæp tíu ár. Samband þeirra hefur ekki alltaf verið dans á rósum.

Sasha er sögð vonsvikin með hegðun Grealish og vill að hann fari að haga sér ef samband þeirra á að ganga upp. Hafa þau haldið neyðarfundi vegna málsins og reyna að leysa hnútinn.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah
433Sport
Í gær

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Í gær

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Ronaldo öflugur í góðum sigri Manchester United á Arsenal

Enski boltinn: Ronaldo öflugur í góðum sigri Manchester United á Arsenal
433Sport
Í gær

Sögulegt mark Cristiano Ronaldo

Sögulegt mark Cristiano Ronaldo