fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Gerðu pistil Vöndu að umtalsefni sínu: „Það er ekkert plan, það þarf kandíat“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 13:38

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill sem Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ birti á Facebook síðu sinni í fyrradag var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. Vanda var að klára sitt fyrsta ferðalag með karlalandsliði Íslands í embætti. Vanda fylgdi liðinu eftir til Rúmeníu og Norður-Makedóníu.

Vanda hefur starfað hjá sambandinu í rúman mánuð en hún var kjörinn til bráðabirgðar. Ársþing sambandsins fer fram í febrúar þar sem Vanda ætlar að sækjast eftir endurkjöri.

„Var svo heppin að fá að fylgja A landsliði karla til Rúmeníu og Norður Makedóníu, þar sem við erum enn,“ skrifaði Vanda í pistli á Facebook í fyrradag. Vanda hrósar Arnari Viðarssyni landsliðsþjálfara og Eiði Smára Guðjohnsen, íslenska liðið endaði í fimmta sæti riðilsins og vann aðeins Liechtenstein.

„Frábærir þjálfarar og ofurhetju-starfslið. Mikið af ungum og bráðefnilegum leikmönnum sem við sem þjóð getum verið stolt af og ég hlakka til að fylgjast með í framtíðinni,“ skrifaði Vanda.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Mynd/Anton Brink

Hjörvar Hafliðason ræddi pistil Vöndu í dag. „Hún er ekki að vanda sig neitt sérstaklega í starfi, hún hrósaði því að það væri frábært sem landsliðsþjálfararnir væru að gera,“ segir Hjörvar um málið.

Hrafnkell Freyr Ágústssonar tók þá til máls. „Hún er að koma inn með jákvæðni, hún hefur ekkert talað um hvað hún ætlar að gera.“

Hjörvar segist fá í magann þegar hann hugsar um framtíð fótboltans. Hann telur að KSÍ þurfi formann sem leggur áherslu á hlutina sem gerast innan vallar.

 „Það er ekkert plan, það þarf kandíat. Við getum ekki leyft þessu að halda svona áfram, maður fær létt í magann þegar maður hugsar um framtíð íslenskrar knattspyrnu.“

Ísland tapaði gegn Norður-Makedóníu á sunnudag þar sem liðið átti ekki séns. „Það var þessi ömurlegi leikur, ég horfði á hann aftur í gær. Þetta var ömurlegur leikur, eitt skot á markið,“ sagði Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrðir að Orri verði sá dýrasti í sögu Íslands – Á leið á Hlíðarenda

Fullyrðir að Orri verði sá dýrasti í sögu Íslands – Á leið á Hlíðarenda
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Grealish: Ég var mjög nálægt því að fara til Manchester United

Grealish: Ég var mjög nálægt því að fara til Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikur Chelsea og Watford stöðvaður – Alvarlegt atvik í stúkunni

Leikur Chelsea og Watford stöðvaður – Alvarlegt atvik í stúkunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Xavi vill ólmur fá framherja Manchester United til Barcelona í janúar

Xavi vill ólmur fá framherja Manchester United til Barcelona í janúar
433Sport
Í gær

Ronaldo varpar sprengju með ummælum þar sem lítið er gert úr Messi

Ronaldo varpar sprengju með ummælum þar sem lítið er gert úr Messi
433Sport
Í gær

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“
433Sport
Í gær

Vanda hafði hringt í alla stjórnarmenn og rætt málefni Eiðs Smára – Fundargerð nú opinber

Vanda hafði hringt í alla stjórnarmenn og rætt málefni Eiðs Smára – Fundargerð nú opinber
433Sport
Í gær

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans