fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Undankeppni HM: Ísland lýkur leik á tapi í Norður-Makedóníu

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 18:51

EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði gegn Norður-Makedóníu í lokaleik sínum í undankeppni HM 2022 í dag. Leikið var ytra.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust yfir strax á 7. mínútu. Þá skoraði Ezgjan Alioski með frábæru skoti úr þröngri stöðu.

Heimamenn voru mun hættulegri eftir markið á meðan íslenska liðið komst ekkert áleiðis fram völlinn.

Milan Ristovski fékk dauðafæri til að koma heimamönnum í 2-0 eftir tæpan hálftíma leik en Elías Rafn Ólafsson sá við honum í marki Íslands.

Íslenska liðið færði sig aðeins framar á völlinn þegar leið á fyrri hálfleikinn en var í vandræðum með að skapa sér færi.

Ísland var stálheppið með að lenda ekki tveimur mörkum undir á 40. mínútu. Þá kom Darko Churlinov boltanum í netið. Hann var hins vegar dæmur rangstæður. Atvikið var skoðað með hjálp myndbandsdómgæslu. Þó er alls ekki víst að dómurinn hafi verið réttur þegar atvikið er skoðað.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir heimamenn sem höfðu verið mikið betri.

Það var allt annað að sjá íslenska liðið sem kom út í seinni hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði metin á 55. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson átti þá langa sendingu fram völlinn sem Brynjar Ingi Bjarnason skallaði á Jón Dag sem skoraði.

Ísland var þó rifið aftur niður á jörðina aftur rúmum tíu mínútum síðar. Eftir klafs á teig Íslands tókst liðinu ekki að koma boltanum frá. Það endaði með því að Eljif Elmas skoraði. Staðan orðin 2-1. Í kjölfarið tóku N-Makedónar aftur yfir leikinn.

Vond staða varð verri fyrir Ísland á 79. mínútu þegar Ísak Bergmann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að stöðva Elmas er hann var að komast framhjá honum. Réttur dómur.

Elmas innsiglaði 3-1 sigur N-Makedóna á 88. mínútu með góðri afgreiðslu.

Heimamenn eru á leið í umspil um sóti í lokakeppni HM í Katar. Ísland hafnar í fimmta sæti riðilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Isak sló vafasamt met

Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Í gær

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Carragher biðst afsökunar

Carragher biðst afsökunar