fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Tómas Þór segir Óskar vera að setja arfleifð sína í Vesturbæ í stórhættu – ,,KR-ingar eru ekkert að fara að gleyma þessu“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 12:00

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum, segir Óskar Örn Hauksson vera að setja arfleifð sína hjá KR í mikla hættu með því að yfirgefa félagið og fara í Stjörnuna.

Hinn 37 ára gamli Óskar ákvað að framlengja samningi sínum ekki hjá KR eftir fjórtán ár í Vesturbæ. Hann gerði heldur tveggja ára samning við Stjörnuna. Talið er að tilboð hans þar hafi verið töluvert bitastæðara en það sem hans gamla félag bauð honum.

,,Þetta er stórhættulegt fyrir hann að mörgu leyti. Það gleymir enginn sem hefur horft á deildina, sérstaklega fyrir utan Vesturbæinn, hvað Óskar hefur gert. Stórkostlegur í alla staði. En KR-ingar eru ekkert að fara að gleyma þessu. Hann er að setja arfleifð sína í Vesturbænum í stórhættu,“ sagði Tómas Þór í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær.

Hann hélt áfram; ,,Óskar Örn er væntanlega að fara að leggja skóna á hilluna sem Stjörnumaður.“

,,Þetta gæti verið algjör snilld. Hann hefur fullt af sanna fyrir KR-ingum og mögulega sjálfum sér. Hann er að fara í nýtt lið og sagðist sjálfur vera að leita að nýjum tækifærum sem er stórmerkilegt 37 ára gamall. Maður hefði kannski skilið það 32, 33 (ára), þegar hann átti fimm ár eftir.“

,,Menn sem voru byrjaðir að safna fyrir styttunni fyrir utan völlinn fóru bara og keyptu sér jólabjór fyrir þann pening í gær. KR-ingar gleyma ekki einhverju svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrðir að Orri verði sá dýrasti í sögu Íslands – Á leið á Hlíðarenda

Fullyrðir að Orri verði sá dýrasti í sögu Íslands – Á leið á Hlíðarenda
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Grealish: Ég var mjög nálægt því að fara til Manchester United

Grealish: Ég var mjög nálægt því að fara til Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikur Chelsea og Watford stöðvaður – Alvarlegt atvik í stúkunni

Leikur Chelsea og Watford stöðvaður – Alvarlegt atvik í stúkunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Xavi vill ólmur fá framherja Manchester United til Barcelona í janúar

Xavi vill ólmur fá framherja Manchester United til Barcelona í janúar
433Sport
Í gær

Ronaldo varpar sprengju með ummælum þar sem lítið er gert úr Messi

Ronaldo varpar sprengju með ummælum þar sem lítið er gert úr Messi
433Sport
Í gær

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“
433Sport
Í gær

Vanda hafði hringt í alla stjórnarmenn og rætt málefni Eiðs Smára – Fundargerð nú opinber

Vanda hafði hringt í alla stjórnarmenn og rætt málefni Eiðs Smára – Fundargerð nú opinber
433Sport
Í gær

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans