fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Einkunnir eftir tap í Makedóníu – Átta leikmenn fá falleinkunn

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 18:52

EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði gegn Norður-Makedóníu í lokaleik sínum í undankeppni HM 2022 í dag. Leikið var ytra. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust yfir strax á 7. mínútu. Þá skoraði Ezgjan Alioski með frábæru skoti úr þröngri stöðu.

Heimamenn voru mun hættulegri eftir markið á meðan íslenska liðið komst ekkert áleiðis fram völlinn. Milan Ristovski fékk dauðafæri til að koma heimamönnum í 2-0 eftir tæpan hálftíma leik en Elías Rafn Ólafsson sá við honum í marki Íslands. Íslenska liðið færði sig aðeins framar á völlinn þegar leið á fyrri hálfleikinn en var í vandræðum með að skapa sér færi.

Ísland var stálheppið með að lenda ekki tveimur mörkum undir á 40. mínútu. Þá kom Darko Churlinov boltanum í netið. Hann var hins vegar dæmur rangstæður. Atvikið var skoðað með hjálp myndbandsdómgæslu. Þó er alls ekki víst að dómurinn hafi verið réttur þegar atvikið er skoðað.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir heimamenn sem höfðu verið mikið betri. Það var allt annað að sjá íslenska liðið sem kom út í seinni hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði metin á 55. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson átti þá langa sendingu fram völlinn sem Brynjar Ingi Bjarnason skallaði á Jón Dag sem skoraði.

Ísland var þó rifið aftur niður á jörðina aftur rúmum tíu mínútum síðar. Eftir klafs á teig Íslands tókst liðinu ekki að koma boltanum frá. Það endaði með því að Eljif Elmas skoraði. Staðan orðin 2-1. Í kjölfarið tóku N-Makedónar aftur yfir leikinn.

Vond staða varð verri fyrir Ísland á 79. mínútu þegar Ísak Bergmann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að stöðva Elmas er hann var að komast framhjá honum. Réttur dómur.

Elmas innsiglaði 3-1 sigur N-Makedóna á 88. mínútu með góðri afgreiðslu. Heimamenn eru á leið í umspil um sóti í lokakeppni HM í Katar. Ísland hafnar í fimmta sæti riðilsins.

Einkunnir:

Elías Rafn Ólafsson 4
Kláraði ekki nærstöngina í fyrsta markinu og virtist missa allt sjálfstraust eftir það, var óöruggur í sínum aðgerðum.

Birkir Már Sævarsson 4
Langt frá síðasta keppnisleik Birkis og Valur hefur ekki æft í fleiri vikur, var langt frá sínu besta.

Brynjar Ingi Bjarnason 4
Seldi sig ódýrt í þriðja markinu, byrjaði leikinn vel en hægði vel á honum.

Daníel Leó Grétarsson 4
Klaufagangur og óöryggi í síðari hálfleik.

Guðmundur Þórarinsson (´86) 4
Átti erfiðan leik eins og svo margir. Ekki besti varnarmaður í heimi og myndi nýtast liðinu betur þegar það heldur aðeins í boltann.

Ísak Bergmann Jóhannesson 4
Komst ekki í takt og lét svo reka sig af velli.

Birkir Bjarnason 5
105 landsleikir er magnað afrek, ljóst að hann saknar þess þó að spila í betra landsliði.

Stefán Teitur Þórðarson (´72) 4
Týndur í þessum leik og gerði klaufaleg mistök í öðru markinu þegar hreinsun hans misheppnaðist.

Albert Guðmundsson (´86) 5
Fann sig ekki í leiknum og komst lítið í boltann

Sveinn Aron Guðjohnsen (´72) 4
Komst ekki í neinn takt við leikinn, náði ekki að halda í boltann þegar liðið þurfti á því að halda.

Jón Dagur Þorsteinsson (´78) 6 – Maður leiksins
Fínasta mark og ljóst að Jón Dagur á bjarta framtíð í þessu liði.

Varamenn:

Andri Lucas Guðjohnsen (´72)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Þórir Jóhann Helgason (´72)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Arnór Ingvi Traustason (´78)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Mikael Egill Ellertsson (´86)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Aron Elís Þrándarson (´86)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu