fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Birkir Már er hættur með landsliðinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 19:25

Birkir Már Sævarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Már Sævarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið. Hann staðfesti þetta í viðtali við RÚV eftir leik Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leikurinn tapaðist 3-1.

Hinn 37 ára gamli Birkir lék 103 A-landsleiki á ferlinum. Hann er þriðji leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi á eftir þeim Birki Bjarnasyni og Rúnari Kristinssyni.

Í leikjunum 103 skoraði Birkir Már 3 mörk.

Í viðtalinu í kvöld lýsti hann 2-1 sigri gegn Englandi á lokakeppni Evrópumótsins árið 2016 sem eftirminnilegasta augnablikinu.

Leikurinn í kvöld tapaðist sem fyrr segir 3-1. Ezgjan Alioski kom Norður-Makedónum yfir á 7. mínútu.

Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði metin fyrir Ísland á 55. mínútu.

Tíu mínútum síðar kom Eljif Elmas heimamönnum yfir að nýju. Hann innsiglaði svo 3-1 sigur á 87. mínútu.

Norður-Makedónar er á leið í umspil um sæti í lokakeppni HM 2022 í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot