fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Birkir jafnaði leikjametið í kvöld – ,,Ég hef eiginlega aldrei pælt mikið í þessu“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 22:03

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta er mjög stórt fyrir mig og mína fjölskyldu. Vonandi get ég bara haldið áfram og fengið enn fleiri leiki,“ sagði Birkir Bjarnason við RÚV eftir að hafa jafnað leikjamet Rúnars Kristinssonar með landsliðinu í kvöld.

Birkir lék á miðju Íslands og bar fyrirliðabandið í markalausu jafntefli gegn Rúmeníu í undankeppni HM 2022. Þetta var hans 104. landsleikur.

,,Ég hef eiginlega aldrei pælt mikið í þessu fyrr en maður var rétt að skríða yfir 100 leiki. Þetta hefur aldrei verið neitt markmið eða neitt svoleiðis. En ótrúlegur plús.“

Birki fannst frammistaða Íslands fín en hefði viljað fá þrjú stig.

,,Við sköpum okkur mikið af mjög góðum færum, erum oft mjög nálægt því að skapa færi. Allt í allt var þetta erfiður leikur, erfiður völlur. 1-1 er fínt en ég held að við séum allir svekktir með að ná ekki í þessi þrjú stig.“

,,Við höldum áfram að byggja á það sem við höfum verið að byggja upp í þó nokkurn tíma. Ég held að þetta líti bara vel út upp á framhaldið.“

Mikil kynslóðaskipti hafa orðið í landsliðinu undanfarið. Ungir menn hafa stigið upp á meðan leikmenn gullkynslóðarinnar svokölluðu hafa kvatt. Verandi einn reynslumesti leikmaður liðsins finnur Birkir fyrir pressu en finnst þó mjög gaman að vinna með ungum leikmönnum Íslands.

,,Augljóslega geri ég það. En það eru margir ungir og ótrúlega efnilegir strákar. Þetta eru strákar sem vilja læra og viljugir til að halda áfram og vilja virkilega ná árangri fyrir landsliðið. Það er bara gaman að vera í þessu og hjálpa þeim yngri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær