fbpx
Laugardagur 23.október 2021
433Sport

Steindi tekur við umsóknum eftir tíðindin um aurana frá Sádí-Arabíu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. október 2021 08:29

Steindi Jr. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohammad bin Salman, krónprins, Saudí Arabíu og hópur í kringum hann hefur gengið frá kaupum á Newcastle eftir 18 mánaða ferli. Hann getur nú keypt félagið eftir að hafa leyst deilur við Bein Sports í Katar.

Salman hefur mikinn áhuga á fótbolta og er sagður vilja keppa við Manchester City, það á sér dýpri rætur. Sheikh Mansour er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum en löndin eru nálægt hvor öðrum.

Steinþór Hróar Steinþórsson er frægasti stuðningsmaður Newcastle á Íslandi.

„Við í stuðningsmannafélagi Newcastle tökum við nýjum umsóknum í klúbbinn,“ segir Steindi við Fréttablaðið.

„Ég spái því að við fáum dolluna heim og vinnum líka bikarinn og svo Meistaradeildina. Við munum vinna allt sem hægt er að vinna,“ segir Steindi bísperrtur. Gerir hann ráð fyrir að fyrstu titlarnir komi í hús strax á þessu tímabili.

Í dag er liðið í fallbaráttu og félagaskiptaglugginn opnast ekki fyrr en í janúar. Steindi segir borðleggjandi að kaupa reynslumikla leikmenn þá. „Með allan þennan pening finnst mér líklegt að þeir taki Alan Shearer aftur inn sem senter. Það er eina vitið. Og ekki væri verra að fá Andy Cole með.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmaðurinn sem ráðist var á er í dái – Guardiola sýndi honum stuðning í dag

Stuðningsmaðurinn sem ráðist var á er í dái – Guardiola sýndi honum stuðning í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eggert líkt og Aron Einar hafnar því að hafa beitt kynferðisofbeldi – „Ég er fullkomlega saklaus“

Eggert líkt og Aron Einar hafnar því að hafa beitt kynferðisofbeldi – „Ég er fullkomlega saklaus“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eggert Gunnþór er maðurinn sem er sakaður um nauðgun ásamt Aroni Einari

Eggert Gunnþór er maðurinn sem er sakaður um nauðgun ásamt Aroni Einari
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ummæli Bruno um Solskjær vekja athygli – Kallar eftir bætingu

Ummæli Bruno um Solskjær vekja athygli – Kallar eftir bætingu