fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Sambúðin með Brynjari Inga gengur vel – „Förum núna saman í skóla að læra ítölsku“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. október 2021 15:26

Þórir Jóhann í leik með íslenska landsliðinu. ©Anton Brink 2021 ©Torg ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mjög gott að koma heim og hitta félagana, stemmingin er fín og allir hressir. Við erum búnir að vera að æfa vel,“ sagði Þórir Jóhann Helgason miðjumaður Lecce og íslenska landsliðsins á fréttamannafundi í dag.

Þórir Jóhann yfirgaf FH í sumar og gekk í raðir ítalska félagsins. Lecce leikur í næst efstu deild. Þórir var í byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi í síðustu umferð og má reikna með honum í liðinu á föstudag gegn Armeníu.

„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími hjá Lecce, við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð. Þetta er allt farið að rúlla eins og það á að vera. Þetta var mjög fljótt að gerast þegar ég yfirgaf FH, þetta kláraðist á fimm dögum. Ég var mjög áhugasamur um að fara til Ítalíu og hefja minn feril í atvinnumennsku. Þetta var gott skref.“

Áður en Þórir Jóhann fór út hafði hann fundað með Breiðabliki. „Ég átti einn fund með Óskari Hrafni, það varð ekkert úr því.“

Gustað hefur í kringum KSÍ og karlalandsliðið síðustu daga. „Við reynum að einbeita á þessa leiki sem eru í gangi, við erum mikið að pæla í því hvað er að gerast utan vallar. Við erum að einbeita okkur að leikjunum.“

„Að sjálfsögðu viljum við alltaf vinna, vinna þessa tvo leiki væri sterkt. Það gæti rifið okkur í gang,“ sagði Þórir Jóhann en liðið á heimaleiki gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM.

Þórir Jóhann hefur mikla trú á Arnari Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem stýra liðinu. „Mér finnst þeir mjög flottir þjálfarar, mjög góðir í mannlegum samskiptum. Mjög flottir við unga leikmenn, þá sem voru í U21 og þá sem eru að koma hérna upp.“

Með Þóri í Lecce er landsliðsmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason, búa þeir saman á Ítalíu. „Það er mjög gott að hafa einn Íslending og góðan vin með sér í liði. Við erum saman í íbúð, við förum núna saman í skóla að læra ítölsku. Mjög gott að hafa annan Íslending. Sambúðin er fín, ekkert vesen.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“