fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Arnar tók ákvörðun um Aron Einar eftir fund með Vöndu – „Þú þarft ekki að vinna fyrir NASA til að sjá hvaða ákvörðun við tókum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. október 2021 15:28

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands segist hafa tekið ákvörðun um að velja ekki Aron Einar Gunnarsson í hóp sinn eftir fund með Vöndu Sigurgeirsdóttur. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á laugardag en Arnar fundaði með henni fyrir þann tíma.

Arnar opinberaði hóp sinn snemma á fimmtudag en síðar um daginn kom fram í fréttum RÚV að lögreglan hefði hafið rannsókn á meintu kynferðisbroti Arons og annars knattspyrnumanns frá árinu 2010.

Arnar sagði á fundi sínum í síðustu viku að hann hefði tekið ákvörðunina um að velja ekki Aron Einar í hópinn og útskýrði mál sitt svo betur í dag. „Málið var það að ég flaug til Íslands á þriðjudaginn. Aron Einar tilkynnti okkur á þriðjudag að hann væri klár í verkefnið. Við þurftum að fá upplýsingar til að taka ákvörðun. Ég byrjaði á að eiga fund með fráfarandi stjórn og talaði svo við Vöndu. Það vita allir núna hvernig staðan er, á fimmtudag var mjög erfitt að útskýra stöðuna. Það er ekki í okkar verkahring að nafngreina menn eða vinna í þessum málum og það er ekki í ykkar verkahring að nafngreina menn,“ sagði Arnar Þór á fundi dagsins.

Arnar segist hafa lagt öll spilin á borðið fyrir Vöndu og síðan tekið ákvörðun eftir samtal þeirra. „ Ég lagði spillin á borðið við Vöndu og þú þarft ekki að vera vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar.

Í síðasta verkefni ákvað fráfarandi stjórn að taka Kolbein Sigþórsson úr hópnum, Arnar vildi ekki að sú staða kæmi aftur upp. Sökum þess tók hann ákvörðunina eftir fund með Vöndu en fráfarandi stjórn hafði látið vita að hún myndi ekki skipta sér af málinu.

„Vanda var mjög heiðarleg, hún var ekki kjörinn formaður þarna. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja. Það gerðist í síðasta glugga að Kolbeinn var tekinn út, þar sem okkur var bannað að velja hann. Þú vilt það ekki sem þjálfari. Við settum okkur í spor nýrrar stjórnar og tókum ákvörðun út frá því. Þetta var krefjandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“
433Sport
Í gær

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Í gær

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið