fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Fullyrðir að Vanda hafi verið með hótanir: „Þetta er Knattspyrnusamband, þetta er ekki menntaskóli“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. október 2021 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson kafaði djúpt ofan í málefni KSÍ í nýjasta hlaðvarpsþættinum Þungavigitin. Kristján fór þar yfir málefni Arons Einars Gunnarsson og meinta aðkomu Vöndu Sigurgeirsdóttir að málinu.

Vanda fær starfið til bráðabirgða en getur sóst eftir endurkjöri í febrúar þegar ársþing fer fram. Arnar Þór Viðarsson hafði ætlað sér að velja Aron Einar Gunnarsson í landsliðshópinn allt þar til að hann fundaði með Vöndu í síðustu viku samkvæmt Þungavigtinni.

Um þetta var rætt í Þungavigtinni en Arnar Þór Viðarsson tók valið á sig á blaðamannafundi í síðustu viku. Kristján Óli kafaði í það mál. „Búið er að fjalla ítarlega um lygar Arnars Þórs (Viðarssonar, landsliðsþjálfara) á blaðamannafundinum í Laugardal. Það sem gerir lygarnar enn verri er að þrír almannatenglar á vegum Aton JL voru um morguninn að æfa landsliðsþjálfarann í að ljúga að þjóðinni, þar var framsagan æfð sem og svör við spurningum blaðamanna,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í þættinum.

Kristján Óli segir að almannatenglafyrirtækinu KOM hafi verið sagt upp eftir mistök í síðasta verkefni liðsins þar sem stjórnin og Guðni Bergsson sagði af sér. „Nýir almannatenglar voru ráðnir eftir að almannatenglafyrirtækinu KOM var sagt upp eftir vesenið í síðasta landsliðsverkefni. Allt sem Arnar sagði um Aron var ekki sannleikanum samkvæmt. Arnari leið það illa að hann stamaði í hvert skipti sem hann var spurður um mál Arons (Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða). Æfingin með almannatenglunum skilaði ekki árangri.“

„Á þriðjudag tilkynnti landsliðsþjálfarinn Aroni að hann yrði í hóp. Hann upplýsti fyrirliðann um gamla stjórnin myndi ekkert aðhafast vegna málsins um hann en hann vissi ekki hvað sú nýja myndi gera, það breyttist svo.“

Kristján ítrekar að Vanda hafi sett Arnari stólinn fyrir dyrnar en þessu hefur Vanda hafnað. Kristján fullyrðir að Vanda hafi verið með ýmsar hótanir þegar kom að málinu. „Vanda Sigureirsdóttir frétti af valinu og fjandinn var laus. Hún hótaði að mæta ekki í landsleikina ef Aron væri í hópnum. Síðan hótað hún því að fyrsta verkefni nýrrar stjórnar yrðu reglur sem myndu útiloka Aron frá því að vera valinn vegna þessa atviks frá 2010. Þessar reglur áttu að taka gildi strax um helgina. Öllum þessum skilaboðum var komið á framfæri við Arnar og pressan var mikil.“

Mikael Nikulásson tók svo til máls og sagði „Lokapunkturinn er það sem okkur var búið að gruna, að það hafi einhver sett Arnari Þór Viðarssyni stólinn fyrir dyrnar með Aron Einar. Það er ekki ákvörðun hjá neinum þjálfara að velja ekki landsliðsfyrirliðann og einn besta miðjumann í hóp,“ sagði Mikael.

„Þetta er mjög furðulegt og ég eiginlega átta mig ekki á þessu. Ég hef hag fótboltans að leiðarljósi, það er númer 1, 2 og 3. Hvað verður um fótboltann? Það var ekki einu orði minnst á fótbolta í þessari ræðu nýs formanns KSÍ. Þetta er Knattspyrnusamband sko, þetta er ekki menntaskóli,“ svaraði Kristján Ól.

Aron Einar er nú rannsakaður af lögreglu ásamt öðrum knattspyrnumanni en um er að ræða mál frá árinu 2010. Íslenska kona sakar mennina um að hafa nauðgað sér á hóteli í Kaupmannahöfn. Ekki var vitað af rannsókn lögreglu þegar KSÍ valdi hópinn á fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið
433Sport
Í gær

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Í gær

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“
433Sport
Í gær

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél