fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Eiður Smári rýnir í stöðuna hjá gömlum félaga: „Held því miður að þetta sé bara búið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. október 2021 11:30

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held því miður að þetta sé bara búið. Eins ljúf­ur og góður ná­ungi Ole Gunn­ar Solskjær er, þá var þetta bara of stór biti,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen sérfræðingur Símans eftir 5-0 tap Manchester Untied gegn Liverpool á heimavelli í gær. Myndskeið af umræðunni birtist á vef Morgunblaðsins.

Eiður Smári og Solskjær eru miklir félagar en Eiður lék undir stjórn Solskjær hjá norska liðinu Molde árið 2016.

Staða Solskjær er erfið, liðið hefur spilað illa á þessu tímabili og niðurlæging á heimavelli gæti verið síðasti naglinn í kistuna. Enskir veðbankar telja að starfa Solskjær hangi á bláþræði. Veðbankinn Skybet gefur stuðulinn 1,25 á það að Solskjær verði rekinn. Slíkur stuðull bendir yfirleitt til þess að eitthvað sé í vændum.

Solskjær hefur stýrt liðinu í tæp þrjú ár, hann fór vel af stað í starfi en það hefur hallað undan fæti í haust.

Getty Images

Eiður Smári renndi yfir stöðu liðsins eftir tapið sem hefur vakið heimsathygli. Eitt af því sem Eiður tók til er endurkoma Cristiano Ronaldo til félagsins.

„Eins róm­an­tískt og sjarmer­andi það var að fá Ronaldo aft­ur til United þá sjá­um við að hann er ekki að fara gera neitt annað auka­lega fyr­ir liðið nema skora mörk. Bruno Fern­and­es er ekki held­ur sá dug­leg­asti varn­ar­lega, svo hin liðin finna al­veg veik­leika. Þau vita al­veg hvar þau kom­ast upp völl­inn þegar þú ert með tvo sem taka ekki þátt varn­ar­lega,“ sagði Eiður Smári.

Ronaldo er ekki góður í pressu sem er einn stærsti veikleiki United um þessar mundir.

„Þá er spurn­ing­in, hef­ur lið efni á því að hafa einn svona leik­mann ef þeir ætla að vinna deild­ina? Ég ætla ekki að segja að þetta verði þeim að falli en þetta get­ur orðið til þess að það sé mun meiri vinna framund­an fyr­ir United en þeir kannski bjugg­ust við þegar hann kom.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði