fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

„Liverpool á að gefa honum það sem hann biður um“

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 24. október 2021 15:30

Mo Salah/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool goðsögnin Graeme Souness hefur varað sinn fyrrum klúbb um að sofa ekki á verðinum og gera hvað sem er til þess að fá Salah til þess að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Forráðamenn Liverpool voru duglegir við það í sumar að gera samninga við lykilleikmenn en ekki náðist samningur við Salah. Hann á aðeins 18 mánuði eftir á samning og virðist nú vera óvissa um framtíð hans.

Salah hefur byrjað tímabilið af miklum krafti en hann hefur skorað 12 mörk í 11 leikjum hingað til. Hann sagði sjálfur í viðtali á dögunum að hann vill enda ferilinn hjá Liverpool. Souness telur að Liverpool verði að ná nýjum samningi við kappann.

„Hann hefur verið besti leikmaður í heimi á þessu tímabili. Hann er líklega einn gráðugasti leikmaður sem ég hef séð, flest stóru nöfnin hafa þann eiginleika en hann er ótrúlega sjálfselskur,“ sagði Souness í dálki sínum fyrir The Sunday Times.

„Hann skýtur úr hvaða færi sem er en leikmennirnir sætta sig við það því hann er svo góður.“

„Mér er alveg sama hvað hann biður um, Liverpool á að gefa honum það sem hann vill. Það er félaginu fyrir bestu að halda honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“