fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Ítalski boltinn: Milan á toppinn eftir fjörugan leik – Zlatan skoraði fyrir bæði lið

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 23. október 2021 21:00

Rafael Leao / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bologna tók á móti AC Milan í ítölsku deildinni í kvöld. Milan hélt áfram góðu gengi í deildinni í leiknum og sigraði með fjórum mörkum gegn tveimur.

AC Milan var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Rafael Leao kom gestunum yfir á 16. mínútu leiksins. Stuttu síðar fékk Soumaoro, leikmaður Bologna, að líta beint rautt spjald og þá varð verkefnið enn erfiðara fyrir heimamenn. Calabria tvöfaldaði forystuna á 35. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Leikmenn Bologna tóku við sér í seinni hálfleik. Zlatan varð fyrir því óláni á 49. mínútu að skora sjálfsmark og Musa Barrow jafnaði metin þremur mínútum síðar. Roberto Soriano fékk svo beint rautt spjald stuttu síðar og þá var bara tímaspursmál hvenær gestirnir myndu ná forystunni á nýjan leik gegn níu leikmönnum Bologna. Það gerði Ismael Bennace á 84. mínútu og Zlatan skoraði svo fjórða markið á lokamínútu leiksins og tryggði Milan þar með stigi þrjú.

AC Milan er á toppi deildarinnar með 25 stig. Bologna er í 10. sæti með 12 stig.

Bologna 2 – 4 AC Milan
0-1 Rafael Leao (´16)
0-2 D. Calabria (´35)
1-2 Zlatan Ibrahimovich, sjálfsmark (´49)
2-2 Musa Barrow (´52)
2-3 Ismael Bennace (´84)
2-4 Zlatan Ibrahimovich (´90)
A. Soumaoro, rautt spjald
Roberto Soriano, rautt spjald

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton