fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

„Afhverju ætti ég að hafa áhyggjur af því hvað fólk er að segja um mig?“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 23. október 2021 16:30

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur ekki áhyggjur af gengi Manchester United í deildinni í síðustu leikjum og lofar stuðningsmönnum að hann ætlar að vinna titil fyrir félagið og þagga niður í þeim sem efast um hann.

Ronaldo hefur oft verið gagnrýndur fyrir að taka ekki nægan þátt í pressu og varnarvinnu og setur þar með auka álag á liðsfélaga sína. Hann er ekki sammála þeim gagnrýnisröddum.

„Ég veit hvenær liðið þarf á mér að halda varnarlega. En mitt hlutverk í klúbbnum er að vinna, hjálpa liðinu að vinna og skora mörk,“ sagði Ronaldo við Sky Sports.

„Sumir sjá það ekki vegna þess að þeim líkar ekki við mig en ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég 36 ára og hef unnið allt, ætti ég að fara að sofa með áhyggjur af því hvað fólk er að segja um mig?“

„Gagnrýnin er hluti af þessu og ég hef ekki áhyggjur af því, ég sef frábærlega. Ég sé það bara á jákvæðan hátt, ef þeir tala um mig þá er það af því að ég gef ennþá mikið af mér og hjálpa liðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot