fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. október 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson er betri þjálfari en Heimir Hallgrímsson að mati Ingvars Jónssonar markvarðar Víkings í efstu deild karla.

Ingvar hefur reynslu af báðum þessum þjálfurum enda var hann hluti af íslenska landsliðinu í kringum Evrópumótið 2016. Hann gekk svo í raðir Víkings fyrir tímabilið 2020. Víkingur varð Íslands og bikarmeistari á þessu ári undir stjórn Arnars.

Ingvar var gestur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin þar sem Kristján Óli Sigurðsson þjarmaði að þessum magnaða markverði.

„Þetta er djúp spurning, maður kynnist landsliðsþjálfara ekki eins og félagsliðaþjálfara. Þetta eru mjög ólíkar týpur, ég spilaði ekki það mikið undir Heimi,“ sagði Ingvar í Þungavigtinni.

Ingvar hrósar báðum þjálfurum og segir Heimi hafa áttað sig á því hvað þyrfti til að ná árangri með íslenska landsliðið.

„Arnar er meiri hugsuður. Heimir vissi að hann væri ekki að þjálfa Brasilíu þegar hann var með Ísland, hann vissi hvar væri hægt að særa andstæðingana. Þeir eru báðir flinkir í mannlegum samskiptum og eru hreinskilnir. Hvor er betri?,“ sagði Ingvar.

Kristján þjarmaði þá að Ingvari að fá svar. „Arnar er betri þjálfari,“ sagði Ingvar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir
433Sport
Í gær

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni
433Sport
Í gær

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir
433Sport
Í gær

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin
433Sport
Í gær

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík