fbpx
Laugardagur 27.nóvember 2021
433Sport

Stuðningsmaðurinn sem ráðist var á er í dái – Guardiola sýndi honum stuðning í dag

433
Föstudaginn 22. október 2021 17:00

Pep Guardiola

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guido De Pauw, stuðningsmaður Manchester City sem ráðist var á eftir leik liðsins gegn Club Brugge í Meistaradeild Evópu á þriðjudaginn, er í dái. Frá þessu greindi saksóknari í Belgíu í dag.

Búið er að handtaka og ákæra fimm menn í tengslum við árásina sem átti sér stað á bílastæði eftir leikinn á þriðjudaginn. Guido var meðlimur í stuðningsmannaklúbbi Manchester City í Belgíu og nokkrir stuðningsmenn Club Brugge réðust á hann er þeir sáu að hann var með bláan Manchester City trefil um hálsinn.

Jurgen, sonur Guido er varaformaður stuðningsmannaklúbbs Manchester City í Belgíu og hann tjáði sig við fjölmiðla eftir árásina. ,,Eftir leikinn stoppuðum við á bílastæði við E40 veginn í Drongen. Ég og félagar mínir lögðum af stað en pabbi var enn að bíða eftir vinum sínum. Þar nálgaðist hann stuðningsmaður Club Brugge sem tók af honum trefilinn. Þegar pabbi bað hann um að skila honum var hann sleginn í höfuðið.“

Pep Guardiola, klæddist bol á blaðamannafundi í dag sem á stóð: Við erum með þér Guido. Hann tjáði sig einnig um málið. ,,Félagið allt stendur við bakið á Guido, við erum bjartsýn á bata hans vegna þess að á síðustu klukkustundum hafa greinst batamerki hjá honum. Við reynum að veita honum og fjölskyldu hans alla þá aðstoð sem þau þurfa. Ég sendi þeim hér með stórt faðmlag og við vonumst til þess að sjá hann fljótlega hérna á heimavelli okkar,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Víkingur staðfestir kaup á tveimur leikmönnum Breiðabliks

Víkingur staðfestir kaup á tveimur leikmönnum Breiðabliks
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað
433Sport
Í gær

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir