fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
433Sport

Ronaldo með skýr skilaboð eftir endurkomu Manchester United

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 10:00

(Mynd / Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann í gær fræknan endurkomusigur á ítalska liðinu Atalanta í Meistaradeild Evrópu í gær. Það leit ekki út fyrir að United myndi fara með þrjú stig úr leiknum er dómarinn flautaði til hálfleiks. United var 2-0 undir en þrjú mörk í seinni hálfleik tryggðu þeim sigur.

Það var Portúgalinn Cristiano Ronaldo sem rak smiðshöggið í endurkomu Manchester United með því að skora sigurmarkið á 81. mínútu eftir stoðsendingu frá Luke Shaw.

Úrslitin höfðu ekki fallið með Manchester United í leikjunum fyrir sigur gærkvöldsins og ljóst var að hann var þýðingarmill fyrir liðið.

,,JÁ! Leikhús draumanna, við erum á lífi! Við erum Manchester United og við gefumst aldrei upp. Þetta er Old Trafford!“ skrifaði Ronaldo á samfélagsmiðla eftir leik gærkvöldsins og það undirstrikar mikilvægi sigursins.

Manchester United er á toppi síns riðils í Meistaradeild Evrópu þegar þrjár umferðir hafa verið leiknar. Liðið er með 6 stig, tveimur stigum meira en Villarreal sem er í 2. sæti.

Næsti leikur Manchester United er á sunnudaginn er liðið mætir erkifjendum sínum frá Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Tveir handteknir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum
433Sport
Í gær

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius
433Sport
Í gær

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka
433Sport
Í gær

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði
433Sport
Í gær

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford
433Sport
Í gær

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?