fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Ronaldo með skýr skilaboð eftir endurkomu Manchester United

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 10:00

(Mynd / Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann í gær fræknan endurkomusigur á ítalska liðinu Atalanta í Meistaradeild Evrópu í gær. Það leit ekki út fyrir að United myndi fara með þrjú stig úr leiknum er dómarinn flautaði til hálfleiks. United var 2-0 undir en þrjú mörk í seinni hálfleik tryggðu þeim sigur.

Það var Portúgalinn Cristiano Ronaldo sem rak smiðshöggið í endurkomu Manchester United með því að skora sigurmarkið á 81. mínútu eftir stoðsendingu frá Luke Shaw.

Úrslitin höfðu ekki fallið með Manchester United í leikjunum fyrir sigur gærkvöldsins og ljóst var að hann var þýðingarmill fyrir liðið.

,,JÁ! Leikhús draumanna, við erum á lífi! Við erum Manchester United og við gefumst aldrei upp. Þetta er Old Trafford!“ skrifaði Ronaldo á samfélagsmiðla eftir leik gærkvöldsins og það undirstrikar mikilvægi sigursins.

Manchester United er á toppi síns riðils í Meistaradeild Evrópu þegar þrjár umferðir hafa verið leiknar. Liðið er með 6 stig, tveimur stigum meira en Villarreal sem er í 2. sæti.

Næsti leikur Manchester United er á sunnudaginn er liðið mætir erkifjendum sínum frá Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu