fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Hannes gerði grín að málinu sem allir hafa rætt síðustu vikur

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 12:00

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og markvörður Vals, hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Kvikmynd hans, Leynilöggan, var frumsýnd í kvikmyndahúsum í gær og þá hefur staða hans hjá Val einnig verið mikið í umræðunni. Hannes gerði í raun grín af stöðu sinni hjá val á forsýningu myndarinnar um daginn.

Það lítur allt út fyrir að Hannes muni yfirgefa herbúðir Vals á næstunni. Félagið hefur samið við markmanninn Guy Smit, sem varði mark Leiknis R. á síðasta tímabili og Hannesi hefur gengið erfiðlega að ná sambandi við forráðamenn og þjálfara félagsins til þess að fá útskýringu á sinni stöðu hjá félaginu.

Einn af gestum forsýningar á Leynilöggunni, var fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, hann skrifaði um upplifun sína á myndinni á vefmiðil sinn, Viljinn.is:

Leikstjórinn sagði í skemmtilegu ávarpi fyrir mynd að Leynilöggan væri ódýr mynd, jafnvel á íslenskan mælikvarða. „Þetta er ekki low-budget mynd, þetta er no-budget mynd,“ sagði hann kankvís og benti á að ef þetta klikkaði gæti hann alltaf farið aftur í fótboltann í Val, þar sem hann ætti fast sæti. Með því sló hann taktinn fyrir þann húmor á eigin kostnað sem var framundan, því Valsmenn eru komnir með nýjan markmann og alls óvíst með framtíð landsliðskempunnar í fótboltanum,“ skrifar Björn Ingi á vef sinn Viljinn.is.

Upplifun Björns Inga af myndinni var hins vegar sú að hann telur að Hannes þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur þegar knattspyrnuferill hans tekur enda. Hann spáir því að landsmenn muni flykkjast á myndina og Hollywood verði ekki lengi að þefa hann upp.

,,Leynilöggan er frábær afþreying, reynir aldrei að vera eitthvað meira en hún er, og fyrir vikið skemmta sér allir konunglega,“ skrifaði Björn Ingi á vefmiðli sínum Viljinn.is

Málið ekki leyst í fjölmiðlum:

433.is hafði áður leitað til Heimis Guðjónssonar til þess að fá skýringar á stöðu Hannesar hjá Val en Heimir sagði þá að málið yrði ekki leyst í fjölmiðlum.

,,Þetta mál verður bara leyst innan Vals. Þetta mál verður ekki leyst í fjölmiðlum eins og sumir halda,“ sagði Heimir í samtali við 433.is í dag en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.

Heimir Guðjónsson.

Áður hafði Hannes tjáð sig um málið í útvarpsþætti á K100. ,,Ég get alveg sagt eins og er og sagt hlutina eins og þeir eru. Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu og ég hef hvorki heyrt hóst né stunu frá félaginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þá stöðu. Ég er steinhissa á þessari stöðu.“ sagði Hannes á K100 í gær.

Hannes hefur varið mark Vals síðustu þrjú tímabil og hefur meðal annars orðið Íslandsmeistari með liðinu. ,,Ég veit ekki hvernig á að leysa þetta vegna þess að ég heyri ekki neitt. Eina sem ég veit er að þjálfarinn hyggst ekki nota mig en það er ákveðin pattstaða sem er komin upp. Ég á eitt ár eftir af samningi og hafði ekkert hugsað mér að hætta í fótbolta og sérstaklega ekki svona. Ég sit og bíð. Fyrsta æfing hjá Val er 10. nóvember og ég er bara að fara að mæta á hana.“ sagði Hannes í útvarpsþætti á K100 á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu