fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Vestri semur á ný við tvo framherja

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 12:45

Vladimir Tufegdzic skoraði í dag. Mynd: Vestri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengjudeildarlið Vestra heldur áfram að semja við lykilleikmenn sína. Í síðustu viku náði liðið að endursemja við Danann Nicolaj Madsen og Spánverjann Nacho Gil og í gær tilkynnti félagið að framherjarnir Pétur Bjarnason og Vladimir Tufegdzic hefur báðir framlengt saminga sína.

Pétur á að baki 154 leiki með Vestra og BÍ/Bolungarvík og í þeim leikjum hefur hann skorað 59 mörk. Hann er uppalinn fyrir vestan og reyndist Vestramönnum drjúgur á síðustu leiktíð er hann skoraði 14 mörk í 27 leikjum.

Vladimir Tufegdzic, mun leika sitt þriðja tímabil fyrir Vestra á næsta ári. Hann kom til liðsins frá Grindavík árið 2019. Áður hafði hann spilað með KA og Víkingi Reykjavík. Hann á að baki 110 meistaraflokksleiki á sínum ferli hér á landi og í þeim leikjum hefur hann skorað 28 mörk.

Jón Þór Hauksson verður þjálfari Vestra á næsta tímabili og ljóst að liðið ætlar sér stóra hluti í Lengjudeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“