fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Saint-Maximin hrærður yfir brottför Bruce – „Þú ert einn sá ljúfasti sem ég hef kynnst í boltanum“

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 20. október 2021 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allan Saint-Maximin, leikmaður Newcastle, birti fallega kveðju á samfélagsmiðlum í dag eftir að fréttir bárust að Steve Bruce hefði yfirgefið félagið.

Bruce tók við stjórastarfinu hjá Newcastle í júlí 2019 og liðið endaði í 12. og 13. sæti á tveimur fyrstu tímabilunum undir hans stjórn.

Englendingnum tókst þó ekki að stýra liðinu til sigurs í deildinni í ár en Newcastle er með þrjú stig í 19. sæti þegar átta umferðum er lokið.

Allan Saint-Maximin, sem er af mörgum talinn einn besti leikmaður Newcastle, kom til félagsins stuttu eftir ráðningu Bruce og var augljóslega hrærður yfir brottför hans í dag.

Þú ert án efa ein ljúfasta manneskja sem ég hef kynnst í boltanum. Þú ert maður orða þinna, umhyggjusamur maður og sanngjarn og hikaðir aldrei við að koma okkur til varnar. Ég mun aldrei gleyma því hvernig þú komst fram við mig og fyrir það verð ég þér að eilífu þakklátur,“ stóð í færslunni en hana má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndina: Salah hafði enga þolinmæði fyrir áhorfanda sem ruddist inn á völlinn

Sjáðu myndina: Salah hafði enga þolinmæði fyrir áhorfanda sem ruddist inn á völlinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fengu nóg í hálfleik og gáfu leikinn – Knattspyrnusambandið gagnrýnt

Fengu nóg í hálfleik og gáfu leikinn – Knattspyrnusambandið gagnrýnt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Man Utd mun ekki reyna við einn heitasta framherja heims

Man Utd mun ekki reyna við einn heitasta framherja heims
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bundesliga: Naumur sigur Bayern gegn liðinu í næstneðsta sæti

Bundesliga: Naumur sigur Bayern gegn liðinu í næstneðsta sæti
433Sport
Í gær

Real Madrid mun ekki reyna við Pogba

Real Madrid mun ekki reyna við Pogba
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Enn einu sinni varði Ramsdale frábærlega

Sjáðu myndbandið: Enn einu sinni varði Ramsdale frábærlega