fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Eftir fund með Rúnari í gær snerist Guðjóni hugur – „Getum ekki endað þetta svona“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 11:30

Mynd/KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Baldvinsson framherji KR hafði ætlað sér að hætta í fótbolta en eftir fund með Rúnari Kristinssyni ætlar hann að kýla á hið minnsta eitt tímabil til viðbótar.

Guðjón gekk í raðir KR fyrir síðustu leiktíð og hafði farið af stað með látum, hann skoraði tvö mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum liðsins. Guðjón lék hins vegar ekkert frá 17 maí vegna meiðsla á hné.

„Það var hugsunin í sumar þegar meiðslin voru sem verst að hætta bara. Ég var kominn í fínt form og datt svo út vegna meiðsla. Ég átti góðan fund með þjálfaranum í gær og við ætlum að láta reyna á þetta. Hvort hnéð haldi ekki. Við tókum þá ákvörðun að reyna að kýla á þetta,“ sagði Guðjón í samtali við 433.is í dag.

Guðjón er 35 ára gamall en byrjun hans hjá KR hafði lofað góðu. „Ég var loksins byrjaður að skora aftur, bæði á undirbúningstímabilinu og í byrjun móts. Ég meiddist þarna undir lok undirbúningstímabil á gervigrasi. Ég er byrjaður að skokka eftir aðgerðina á hné. Við látum á þetta reyna.“

Guðjón hefur átt frábæran feril bæði hér á landi og í atvinnumennsku. Hann vill setja skóna á hilluna á sínum forsendum. „Við getum ekki endað þetta svona,“ sagði framherjinn geðþekki að lokum.

KR bætti við sig tveimur sóknarmönnum í gær þegar Stefan Ljubicic og Sigurður Bjartur Hallsson sömdu við liðið. Fyrir er félagið með Guðjón, Kjartan Henry Finnbogason og Kristján Flóka Finnbogason í fremstu víglínu. Guðjón er með samning við KR sem rennur út næsta haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt