fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Segir Lukaku búinn á því andlega – Hefur ekki skorað í síðustu sex leikjum með Chelsea

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 14:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, óttast að Romelu Lukaku, framherji liðsins, þjáist af andlegri þreytu sökum margra stórleikja undanfarið og mikillar ábyrgðar. Lukaku hefur ekki skorað mark í síðustu sex leikjum liðsins.

Lukaku kom til Chelsea frá Ítalíumeisturum Inter Milan fyrir tímabilið. Hann átti stóran þátt í því að Inter Milan vann ítölsku deildina í fyrsta skipti frá árinu 2010. Eftir tímabilið tók við Evrópumótið í knattspyrnu þar sem Lukaku er einn af lykilmönnum belgíska landsliðsins. Belgía komst í 8-liða úrslit. Hann var síðan tilkynntur sem nýr leikmaður Chelsea eftir Evrópumótið, kaupverðið var rúmar 97,5 milljónir punda, eða rúmir 17 milljarðar íslenskra króna.

Lukaku var síðan hluti af belgíska landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar fyrir stuttu. Tuchel telur að öll þessi pressa sem sett er á Lukaku sé farin að segja til sín.

,,Ég tel að það sé búið að leggja of mikla ábyrgð á hans herðar, spila honum of mikið. Hann er það mikill íþróttamaður að hann tekur því aldrei rólega…Ég tel að hann sé búinn á því andlega,“ sagði Thomas Tuchel á blaðamannafundi.

Luakaku byrjaði vel með Chelsea á tímabilinu, skoraði fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en síðan hefur dregið af honum. Það er þó alveg ljóst að þegar hann finnur taktinn aftur, þá verður hann illviðráðanlegur.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Flaggaði sínu allra heilagasta í pirringskasti fyrir framan tugi þúsunda

Flaggaði sínu allra heilagasta í pirringskasti fyrir framan tugi þúsunda
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslendingalið töpuðu í Noregi

Íslendingalið töpuðu í Noregi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bundesliga: Haaland ekki lengi að skora í endurkomunni – Hoffenheim vann í níu marka leik

Bundesliga: Haaland ekki lengi að skora í endurkomunni – Hoffenheim vann í níu marka leik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lokumferðin fór fram í Svíþjóð: Þrír Íslendingar spiluðu – Böðvar fer í umspil

Lokumferðin fór fram í Svíþjóð: Þrír Íslendingar spiluðu – Böðvar fer í umspil
433Sport
Í gær

Bogi skaut föstum skotum á Breiðablik – ,,Can we play you every week?“

Bogi skaut föstum skotum á Breiðablik – ,,Can we play you every week?“
433Sport
Í gær

Upplifði skelfilega tíma eftir að eiginmaðurinn tók eigið líf – ,,Ég veit ekki hvort ég sé búin að fyrirgefa honum en auðvitað langar mig það“

Upplifði skelfilega tíma eftir að eiginmaðurinn tók eigið líf – ,,Ég veit ekki hvort ég sé búin að fyrirgefa honum en auðvitað langar mig það“