fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. október 2021 14:04

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Manchester United hafa áhyggjur af því að stuðningsmenn félagsins gætu boðað til mótmæla fyrir leik liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Fyrir leik liðanna á Old Trafford á síðustu leiktíð náðu æstir mótmælendur sem mótmæltu eignarhaldi Glazer fjölskyldunnar á félaginu, að brjóta sér leið inn á Old Trafford. Það olli því að leiknum var frestað. Á þeim tíma voru áhorfendur ekki leyfðir á vellinum sökum Covid-19 faraldursins en nú er staðan önnur. Búist er við fullum velli á sunnudaginn er liðin mætast.

Forráðamenn Manchester United eiga nú í viðræðum við Greater Manchester lögregluna og vilja fullvissa sig um að öryggi allra sé gætt á sunnudaginn.

Eigendur Manchester United náðu að róa stuðningsmenn félagsins í sumar er fúlgum fjár var eytt í leikmannakaup. Raphael Varane, Jadon Sancho og Cristiano Ronaldo gengu til liðs við liðið.

Hins vegar hafa úrslitin undanfarnar vikur ekki verið upp á marga fiska og því er það áhyggjuefni forráðamanna félagsins að mótmæli geti sprottið upp.

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag
433Sport
Í gær

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?
433Sport
Í gær

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni
433Sport
Í gær

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París
433Sport
Í gær

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester