fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Mourinho ítrekar að hann sé ánægður í Róm þrátt fyrir að vera orðaður við Newcastle

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 18. október 2021 18:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho er einn af mörgum þjálfurum sem hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Newcastle eftir að sádi-arabíski fjárfestingasjóðurinn PIF festi kaup á félaginu.

Mourinho viðurkennir í viðtali að hann sé bundinn ákveðnum tilfininngaböndum við félagið í gegnum samband sitt við Sir Bobby Robson en neitar að tjá sig frekar um málið.

Búist var við að Steve Bruce, núverandi stjóri liðsins, yrði rekinn fyrir leik liðsins gegn Tottenham á sunnudag. Hinn sextugi Bruce er enn við stjórnvölinn þrátt fyrir 3-2 tap liðsins á heimavelli en framtíð hans hjá félaginu er enn í lausu lofti.

Ég hef ekkert að segja um Newcastle. Nákvæmlega ekki neitt,“ sagði Mourinho í viðtali fyrir leik Roma og Juventus í gær.

Það eina sem ég get sagt er að ég vann fyrir einn mikilvægasta mann í sögu Newcastle, Sir Bobby Robson, í mörg, mörg ár og hef þess vegna ákveðna tengingu við borgina og stuðningsmennina. En það er allt og sumt.“ Mourinho lagði einnig áherslu á það að hann væri ánægður með að vinna undir Friedkin Félaginu – eigendum Roma. „Ég er hér, og er mjög ánægður að vera hér. Ég er 100% helgaður Roma verkefninu, Friedkin verkefninu.“

Mourinho vann fyrir Robson þegar enski þjálfarinn var við stjórnvölinn hjá Sporting Lisbon, Porto og Barcelona, fyrst sem túlkur áður en hann ráðinn sem þjálfari

Robson var við stjórnvölinn hjá Newcastle á árunum 1999-2004 og er í hálfgerðri guðatölu meðal stuðningsmanna félagsins en stytta af manninum stendur fyrir framan heimavöll liðsins, St. James’ Park.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Yfirgefur Breiðablik fyrir FH

Yfirgefur Breiðablik fyrir FH
433Sport
Í gær

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga