fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Dauðinn ók framhjá heimavelli Newcastle í gær fyrir leik

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. október 2021 07:35

Svona leit skiltið út. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Newcastle hafi verið í hátíðaskapi fyrir leik liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Ástæðan er að sádi-arabíski fjárfestingarsjóðurinn PIF hefur keypt meirihlutann í félaginu og sjá stuðningsmenn liðsins því fram á bjarta tíma þar sem miklum fjármunum verði ausið í félagið til að styrkja það. En áður en leikurinn hófst í gær ók dauðinn framhjá St. James‘ Park.

Margir stuðningsmenn voru klæddir sem arabískir olíufurstar með höfuðfat og fána og fögnuðu yfirtöku PIF mjög enda var fyrri eigandi liðsins, Mike Ashley, vægast sagt illa liðinn af stuðningsmönnunum. Þeir virðast ekki kippa sér upp við að það er Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, sem fer fyrir PIF. Hann er þekktur fyrir að víla ekki fyrir sér að láta fangelsa eða myrða þá sem standa í vegi fyrir honum.

Til dæmis telja bandarískar leyniþjónustustofnanir ekki nokkurn vafa leika á að hann hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem var myrtur á hrottalegan hátt á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl fyrir þremur árum.

En einhverjir eru ósáttir við yfirtökun, en hvort það eru stuðningsmenn Newcastle er önnur saga, því fyrir leikinn í gær var vörubíl ekið framhjá leikvanginum og var stórt skilti á honum með myndum af Khashoggi og bin Salman. Þetta vakti að vonum mikla athygli en samt sem áður virtist flestum stuðningsmönnum Newcastle vera alveg sama um þetta.

Í áhorfendastúkunni mátti síðan sjá Yasir Al-Rumayyan, stjórnarformann PIF, ásamt Amanda Staveley, fulltrúa minnihlutahóps eigenda, horfa á leikinn.

Yasir Al-Rumayyan fyrir miðju. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Newcastle tapaði leiknum 2-3 en líklegt má telja að þetta hafi verið síðasti leikur liðsins undir stjórn Steve Bruce.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Í gær

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar