fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Barcelona á ekki einu sinni efni á að fá Pogba frítt

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 17. október 2021 18:30

/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona hefur ekki efni á að fá Paul Pogba til félagsins næsta sumar þó svo að leikmaðurinn verði fáanlegur á frjálsri sölu. Þetta segir spænski miðillinn AS.

Samningur hins 28 ára gamla Pogba við Manchester United rennur út næsta sumar. Þá getur hann gengið frítt til liðs við hvaða félags sem er. Barcelona er eitt af þeim félögum sem hefur verið nefnt til sögunnar í því samhengi.

Gríðarleg fjárhagsvandræði Börsunga, sem ollu til að mynda því að ekki var hægt að endursemja við Lionel Messi síðasta sumar, gera það hins vegar að verkum að félagið hefur ekki efni á að borga laun Pogba.

Frakkinn er talinn vilja um 14 milljónir punda í laun á ári hverju.

Pogba hefur einnig verið orðaður við Real Madrid, Paris Saint-Germain og sitt fyrrum félag, Juventus. Ekki er þó útilokað að hann skuldbindi sig við Man Utd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Grínast með ástæðurnar fyrir því að Ronaldo ákvað að vaða í Heimi Hallgrímsson

Grínast með ástæðurnar fyrir því að Ronaldo ákvað að vaða í Heimi Hallgrímsson
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu