fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
433Sport

Barcelona á ekki einu sinni efni á að fá Pogba frítt

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 17. október 2021 18:30

/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona hefur ekki efni á að fá Paul Pogba til félagsins næsta sumar þó svo að leikmaðurinn verði fáanlegur á frjálsri sölu. Þetta segir spænski miðillinn AS.

Samningur hins 28 ára gamla Pogba við Manchester United rennur út næsta sumar. Þá getur hann gengið frítt til liðs við hvaða félags sem er. Barcelona er eitt af þeim félögum sem hefur verið nefnt til sögunnar í því samhengi.

Gríðarleg fjárhagsvandræði Börsunga, sem ollu til að mynda því að ekki var hægt að endursemja við Lionel Messi síðasta sumar, gera það hins vegar að verkum að félagið hefur ekki efni á að borga laun Pogba.

Frakkinn er talinn vilja um 14 milljónir punda í laun á ári hverju.

Pogba hefur einnig verið orðaður við Real Madrid, Paris Saint-Germain og sitt fyrrum félag, Juventus. Ekki er þó útilokað að hann skuldbindi sig við Man Utd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræddu stórt vandamál á Íslandi og hvað sé til ráða – „Það eru allir að reyna að vera sniðugur“

Ræddu stórt vandamál á Íslandi og hvað sé til ráða – „Það eru allir að reyna að vera sniðugur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Kristján mættur til Grikklands

Davíð Kristján mættur til Grikklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Metnaðarfullir Tyrkir horfa til Manchester

Metnaðarfullir Tyrkir horfa til Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lygileg tölfræði: Elskar að reka rýting í bakið á gömlu félögunum á Old Trafford

Lygileg tölfræði: Elskar að reka rýting í bakið á gömlu félögunum á Old Trafford
433Sport
Í gær

Úr Kópavoginum til Ítalíu

Úr Kópavoginum til Ítalíu
433Sport
Í gær

Varpa ljósi á nýtt athæfi David Beckham vegna fjölskylduerja – Fór öfugt ofan í soninn sem sakar foreldra sína nú um þetta

Varpa ljósi á nýtt athæfi David Beckham vegna fjölskylduerja – Fór öfugt ofan í soninn sem sakar foreldra sína nú um þetta