fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Enski boltinn: Liverpool fór létt með Watford – Firmino með þrennu

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 16. október 2021 13:22

Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold fagna marki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Watford og Liverpool áttust við í fyrsta leik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikið var á Vicarage Road í Watford.

Þetta var fyrsti leikur heimaliðsins undir stjórn Claudio Ranieri sem tók við stjórnartaumunum á dögunum eftir að Xisco Munoz var látinn taka poka sinn.

Sadio Mané náði forystunni fyrir Liverpool eftir níu mínútna leik með snyrtilegri afgreiðslu eftir frábæra utanfótarsendingu Mo Salah. Þetta var hundraðasta mark Senegalans í ensku úrvalsdeildinni og er hann þriðji Afríkumaðurinn til að skora hundrað mörk í keppninni.

Robert Firmino bætti við öðru marki á 37. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik. Watford kom sér aldrei inn í leikinn og Firmino bætti við þriðja markinu sjö mínútum eftir leikhlé.

Mo Salah kórónaði frábæra frammistöðu sína og Liverpool liðsins með stórkostlegu einstaklingsframtaki á 54. mínútu þegar hann dansaði framhjá nokkrum Watford mönnum, skipti yfir á vinstri fótinn, og hamraði boltann í netið.

Firmino fullkomnaði þrennuna í uppbótartíma þegar hann skoraði eftir sendingu frá Neco Williams sem kom inná sem varamaður.

Liverpool sigldi sigrinum heim og lokatölur 5-0 fyrir þá rauðklæddu. Liverpool trónir á toppnum með 18 stig eftir 8 leiki. Watford er í vandræðum með 7 stig í 15. sæti.

Watford 0 – 5 Liverpool
0-1 Mane (‘9)
0-2 Firmino (’37)
0-3 Firmino (’52)
0-4 Salah (’54)
0-5 Firmino (90+1)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Víkingur staðfestir kaup á tveimur leikmönnum Breiðabliks

Víkingur staðfestir kaup á tveimur leikmönnum Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað
433Sport
Í gær

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir