fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Guðlaugur Victor bar fyrirliðabandið hjá Schalke – Er hann hættur með landsliðinu?

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 15. október 2021 18:29

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn og bar fyrirliðaband Schalke í 0-1 sigri gegn Hannover í þýsku B-deildinni í dag. Hann lagði upp sigurmarkið seint í uppbótartíma.

Schalke er eftir leikinn í þriðja sæti með 19 stig eftir tíu leiki, stigi á eftir umspilssæti um þátttökurétt í efstu deild að ári.

Guðlaugur Victor hefur verið mikið á milli tannanna á landsmönnum undanfarna daga.

Hann var í landsliðshópi Íslands á dögunum fyrir leiki gegn Armeníu og Liechtenstein. Miðjumaðurinn lék gegn Armenum en dró sig svo úr hópnum fyrir leikinn gegn Liechtenstein.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, virtist alls ekki sáttur með leikmanninn eftir þá ákvörðun.

,,Gulli dró sig út úr hópnum. Hann taldi sig þurfa að fara til síns félags. Þá er hann ekki hér,“ sagði Arnar á fréttamannafundi eftir ákvörðun Guðlaugs Victors.

Hann hélt áfram. ,,Hann taldi fyrir sjálfan sig vera mikilvægara að fara til baka til Schalke frekar en að vera áfram með hópnum fyrir þennan leik.“

„Hvernig brást ég við? Ég sagði að við vildum halda honum, þetta er landsliðsverkefni. Við eigum rétt á leikmönnum, félögin geta ekki þvingað okkur til að skila leikmanni. Ég lét hann vita, við vorum ekki að sleppa honum.“

Eftir fundinn fóru af stað orðrómar um að Guðlaugur Victor gæti verið hættur með landsliðinu. Það á þó eftir að koma nánar í ljós. Næsti landsleikjagluggi fer fram í næsta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag
433Sport
Í gær

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?
433Sport
Í gær

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni
433Sport
Í gær

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París
433Sport
Í gær

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester