fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Guðlaugur Victor bar fyrirliðabandið hjá Schalke – Er hann hættur með landsliðinu?

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 15. október 2021 18:29

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn og bar fyrirliðaband Schalke í 0-1 sigri gegn Hannover í þýsku B-deildinni í dag. Hann lagði upp sigurmarkið seint í uppbótartíma.

Schalke er eftir leikinn í þriðja sæti með 19 stig eftir tíu leiki, stigi á eftir umspilssæti um þátttökurétt í efstu deild að ári.

Guðlaugur Victor hefur verið mikið á milli tannanna á landsmönnum undanfarna daga.

Hann var í landsliðshópi Íslands á dögunum fyrir leiki gegn Armeníu og Liechtenstein. Miðjumaðurinn lék gegn Armenum en dró sig svo úr hópnum fyrir leikinn gegn Liechtenstein.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, virtist alls ekki sáttur með leikmanninn eftir þá ákvörðun.

,,Gulli dró sig út úr hópnum. Hann taldi sig þurfa að fara til síns félags. Þá er hann ekki hér,“ sagði Arnar á fréttamannafundi eftir ákvörðun Guðlaugs Victors.

Hann hélt áfram. ,,Hann taldi fyrir sjálfan sig vera mikilvægara að fara til baka til Schalke frekar en að vera áfram með hópnum fyrir þennan leik.“

„Hvernig brást ég við? Ég sagði að við vildum halda honum, þetta er landsliðsverkefni. Við eigum rétt á leikmönnum, félögin geta ekki þvingað okkur til að skila leikmanni. Ég lét hann vita, við vorum ekki að sleppa honum.“

Eftir fundinn fóru af stað orðrómar um að Guðlaugur Victor gæti verið hættur með landsliðinu. Það á þó eftir að koma nánar í ljós. Næsti landsleikjagluggi fer fram í næsta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir
433Sport
Í gær

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni
433Sport
Í gær

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir
433Sport
Í gær

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin
433Sport
Í gær

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík